Sigurjón Kjartansson: Eins og að selja osta til Sviss Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. september 2012 11:47 Sigurjón Kjartansson er ákaflega ánægður með söluna. Sigurjón Kjartansson, handritshöfundur sjónvarpsþáttarins Réttar, kveðst afar ánægður með að tekist hafi að selja réttinn að þáttunum til bandarísks framleiðanda. Eins og greint var frá í morgun hefur NBC keypt réttinn að þáttunum. Framleiðendurnir sem standa að Homeland og 24 munu framleiða nýju þættina ef að því kemur að þeir verða gerðir. Hann segir að söluferlið hafi staðið yfir í nokkurn tíma. „Það er kannski svolítið eins og að fara að selja ost til Sviss að fara að selja lögfræðidrama til Bandaríkjanna," segir Sigurjón í samtali við Vísi. Salan hafi komið á óvart, enda hafi menn ekkert verið að reyna að selja þættina heldur bara rambað á tækifærið á söluráðstefnu erlendis. „Það er fyrst og fremst aðalkarakter seríunnar sem er að heilla þá. Logi Traustason, sem er svona frekar brotinn karakter sem á það að baki að hafa framið morð. Hann hafði setið inni fyrir það. Það var það sem heillaði þá gríðarlega," segir Sigurjón. Hann segist vera sérstaklega ánægður með það því að hann hafi ákveðið, þegar farið var af stað með þættina, að hafa þá ekki venjulegt lögfræðidrama heldur hafa þættina drifna áfram af aðalpersónunni. „Það er ánægjulegt í alla staði að menn hafi kveikt á þessu," segir Sigurjón. Sigurjón hefur gert fjölmarga aðra vinsæla íslenska sjónvarpsþætti, svo sem Pressu, en hann segir að Réttur hafi alltaf staðið sér nærri. Hann segir þó ekki fullvíst að þættirnir verði framleiddir erlendis þótt samið hafi verið um réttinn. Fyrst verði gert handrit að prufuþætti og svo verði hugsanlega gerður prufuþáttur. Svo komi í ljós hvað verður. Menning Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Sigurjón Kjartansson, handritshöfundur sjónvarpsþáttarins Réttar, kveðst afar ánægður með að tekist hafi að selja réttinn að þáttunum til bandarísks framleiðanda. Eins og greint var frá í morgun hefur NBC keypt réttinn að þáttunum. Framleiðendurnir sem standa að Homeland og 24 munu framleiða nýju þættina ef að því kemur að þeir verða gerðir. Hann segir að söluferlið hafi staðið yfir í nokkurn tíma. „Það er kannski svolítið eins og að fara að selja ost til Sviss að fara að selja lögfræðidrama til Bandaríkjanna," segir Sigurjón í samtali við Vísi. Salan hafi komið á óvart, enda hafi menn ekkert verið að reyna að selja þættina heldur bara rambað á tækifærið á söluráðstefnu erlendis. „Það er fyrst og fremst aðalkarakter seríunnar sem er að heilla þá. Logi Traustason, sem er svona frekar brotinn karakter sem á það að baki að hafa framið morð. Hann hafði setið inni fyrir það. Það var það sem heillaði þá gríðarlega," segir Sigurjón. Hann segist vera sérstaklega ánægður með það því að hann hafi ákveðið, þegar farið var af stað með þættina, að hafa þá ekki venjulegt lögfræðidrama heldur hafa þættina drifna áfram af aðalpersónunni. „Það er ánægjulegt í alla staði að menn hafi kveikt á þessu," segir Sigurjón. Sigurjón hefur gert fjölmarga aðra vinsæla íslenska sjónvarpsþætti, svo sem Pressu, en hann segir að Réttur hafi alltaf staðið sér nærri. Hann segir þó ekki fullvíst að þættirnir verði framleiddir erlendis þótt samið hafi verið um réttinn. Fyrst verði gert handrit að prufuþætti og svo verði hugsanlega gerður prufuþáttur. Svo komi í ljós hvað verður.
Menning Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira