Beðmál í Blindrabókasafni 10. september 2012 18:30 Hildur sverrisdóttir. "Mér finnst miklu skemmtilegra að lesa þessa bók en síðustu tvær bækur sem ég las, en það voru kennslubækur í leikfimi," segir Þórunn Hjartardóttir myndlistarkona, hljóðbókalesari og sjónlýsandi. Þórunn er önnum kafin þessa dagana við að lesa íslenska þýðingu hinnar umtöluðu skáldsögu Fifty Shades of Gray eftir E. L. James, mest seldu bókar heims í dag, inn á hljóðbók fyrir Blindrabókasafn Íslands. Á næstu dögum hefst einnig lestur á bókinni Fantasíur sem ritstýrt er af Hildi Sverrisdóttur inn á slíka hljóðbók hjá Blindrabókasafninu. Kynlíf og tengdir hlutir eru veigamestu umfjöllunarefni beggja bókanna og má því segja að erótíkin ráði ríkjum í Blindrabókasafninu þessa dagana. Þórunn hefur lesið inn á flestar tegundir hljóðbóka í fjölda ára, meðal annars nokkrar bækur sem innihalda misjafnlega berorðar kynlífslýsingar. "Ætli það grófasta sem ég hef lesið hingað til sé ekki Belle du Jour - Opinská ævisaga gleðikonu í London sem kom út fyrir nokkrum árum. Snákar og eyrnalokkar eftir japanska höfundinn Hitomi Kanehara var líka nokkuð djörf. Ég vanda mig alltaf eins og ég get, burtséð frá því hvers konar bækur ég les, og geri mitt besta til að hljóma sannfærandi í lestrinum," segir Þórunn og bætir við að hugsanlega gætu óreyndir lesarar átt erfitt með að lesa klámfengnar lýsingar upphátt. "Sjálf kippi ég mér ekki upp við þær og finnst alltaf jafn huggulegt að sitja í hljóðverinu og lesa upp." Hlutverk Blindrabókasafnsins er að opna þeim sem ekki geta nýtt sér prentað letur aðgang að prentuðu máli á hljóðbók eða öðru aðgengilegu formi. Hafþór Ragnarsson, starfsmaður í hljóðveri safnsins, segir að reglulega séu haldnir fundir þar sem farið er yfir óskir lánþega og yfirlit yfir væntanlega bókatitla og ákvarðanir um lestur á bókum teknar út frá þeim. "Ég held að flestir lesarar mæti svona verkefni sem hverju öðru og líklega er best að gera sem minnst af því að setja sig í sérstakar stellingar. Til dæmis las ég eitt sinn sjálfur sögu inn á hljóðbók þar sem aðalpersónan hékk sífellt úti á svölum þar sem hann glápti á smástelpur á skólalóð. Ég tengdi ekkert sérstaklega vel við þann karakter," segir Hafþór. kjartan@frettabladid.is Menning Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
"Mér finnst miklu skemmtilegra að lesa þessa bók en síðustu tvær bækur sem ég las, en það voru kennslubækur í leikfimi," segir Þórunn Hjartardóttir myndlistarkona, hljóðbókalesari og sjónlýsandi. Þórunn er önnum kafin þessa dagana við að lesa íslenska þýðingu hinnar umtöluðu skáldsögu Fifty Shades of Gray eftir E. L. James, mest seldu bókar heims í dag, inn á hljóðbók fyrir Blindrabókasafn Íslands. Á næstu dögum hefst einnig lestur á bókinni Fantasíur sem ritstýrt er af Hildi Sverrisdóttur inn á slíka hljóðbók hjá Blindrabókasafninu. Kynlíf og tengdir hlutir eru veigamestu umfjöllunarefni beggja bókanna og má því segja að erótíkin ráði ríkjum í Blindrabókasafninu þessa dagana. Þórunn hefur lesið inn á flestar tegundir hljóðbóka í fjölda ára, meðal annars nokkrar bækur sem innihalda misjafnlega berorðar kynlífslýsingar. "Ætli það grófasta sem ég hef lesið hingað til sé ekki Belle du Jour - Opinská ævisaga gleðikonu í London sem kom út fyrir nokkrum árum. Snákar og eyrnalokkar eftir japanska höfundinn Hitomi Kanehara var líka nokkuð djörf. Ég vanda mig alltaf eins og ég get, burtséð frá því hvers konar bækur ég les, og geri mitt besta til að hljóma sannfærandi í lestrinum," segir Þórunn og bætir við að hugsanlega gætu óreyndir lesarar átt erfitt með að lesa klámfengnar lýsingar upphátt. "Sjálf kippi ég mér ekki upp við þær og finnst alltaf jafn huggulegt að sitja í hljóðverinu og lesa upp." Hlutverk Blindrabókasafnsins er að opna þeim sem ekki geta nýtt sér prentað letur aðgang að prentuðu máli á hljóðbók eða öðru aðgengilegu formi. Hafþór Ragnarsson, starfsmaður í hljóðveri safnsins, segir að reglulega séu haldnir fundir þar sem farið er yfir óskir lánþega og yfirlit yfir væntanlega bókatitla og ákvarðanir um lestur á bókum teknar út frá þeim. "Ég held að flestir lesarar mæti svona verkefni sem hverju öðru og líklega er best að gera sem minnst af því að setja sig í sérstakar stellingar. Til dæmis las ég eitt sinn sjálfur sögu inn á hljóðbók þar sem aðalpersónan hékk sífellt úti á svölum þar sem hann glápti á smástelpur á skólalóð. Ég tengdi ekkert sérstaklega vel við þann karakter," segir Hafþór. kjartan@frettabladid.is
Menning Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira