Poulter hélt vonum Evrópubúa á lífi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. september 2012 23:59 Nordic Photos / Getty Images Bandaríkin er með fjóra vinninga í forskot á það evrópska fyrir lokakeppnisdaginn í Ryder-bikarkeppninni í golfi. Hvort lið vann tvo vinninga í fjórleik í kvöld. Lengi vel leit út fyrir að bandaríska liðið væri einfaldlega að stinga af en Evrópuliðið sótti tvo vinninga í síðustu tveimur viðureigununum eftir að staðan var orðin 10-4, Bandaríkjunum í vil. Fyrr í dag var keppt í fjórmenningi þar sem Bandaríkin hafði betur í þremur viðureignum en Evrópa í einni. Ian Poulter sá til þess að Evrópuliðið ætti enn séns á lokakeppnisdeginum á morgun en hann gerði sér lítið fyrir og setti niður fimm fugla á síðustu fimm holunum í síðustu viðureigninni í fjórleiknum. Poulter var í liði með Rory McIlroy og höfðu þeir betur gegn þeim Jason Dufner og Zach Johnson á lokaholunni, rétt eins og þeir Sergio Garcia og Luke Donald gegn Tiger Woods og Steve Stricker rétt á undan. Þetta var þriðja tap Woods í jafn mörgum viðureignum í þessari Ryder-keppni en þrátt fyrir sinn glæsilega feril hefur Woods oft átt erfitt uppdráttar í Ryder-bikarnum. Hefur hann tapað fleiri viðureignum en hann hefur unnið frá upphafi. Bandaríkin stendur mun betur að vígi fyrir viðureignir morgundagsins og verða að teljast mun sigurstranglegri, enda á heimavelli. Keppt verður í tvímenningi á morgun og verða viðureignirnar alls tólf. Bandaríkin þarf 4,5 vinninga til að tryggja sér sigurinn. Golf Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríkin er með fjóra vinninga í forskot á það evrópska fyrir lokakeppnisdaginn í Ryder-bikarkeppninni í golfi. Hvort lið vann tvo vinninga í fjórleik í kvöld. Lengi vel leit út fyrir að bandaríska liðið væri einfaldlega að stinga af en Evrópuliðið sótti tvo vinninga í síðustu tveimur viðureigununum eftir að staðan var orðin 10-4, Bandaríkjunum í vil. Fyrr í dag var keppt í fjórmenningi þar sem Bandaríkin hafði betur í þremur viðureignum en Evrópa í einni. Ian Poulter sá til þess að Evrópuliðið ætti enn séns á lokakeppnisdeginum á morgun en hann gerði sér lítið fyrir og setti niður fimm fugla á síðustu fimm holunum í síðustu viðureigninni í fjórleiknum. Poulter var í liði með Rory McIlroy og höfðu þeir betur gegn þeim Jason Dufner og Zach Johnson á lokaholunni, rétt eins og þeir Sergio Garcia og Luke Donald gegn Tiger Woods og Steve Stricker rétt á undan. Þetta var þriðja tap Woods í jafn mörgum viðureignum í þessari Ryder-keppni en þrátt fyrir sinn glæsilega feril hefur Woods oft átt erfitt uppdráttar í Ryder-bikarnum. Hefur hann tapað fleiri viðureignum en hann hefur unnið frá upphafi. Bandaríkin stendur mun betur að vígi fyrir viðureignir morgundagsins og verða að teljast mun sigurstranglegri, enda á heimavelli. Keppt verður í tvímenningi á morgun og verða viðureignirnar alls tólf. Bandaríkin þarf 4,5 vinninga til að tryggja sér sigurinn.
Golf Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira