Íslenska kvennalandsliðið í golfi náði sér ekki á strik á fyrsta keppnisdeginum á heimsmeistaramóti áhugamanna sem fram fer í Tyrklandi. Ísland er þessa stundina í 43. sæti af alls 56 liðum sem taka þátt. Tvö bestu skorin af alls þremur telja í hverri umferð en leiknar eru 72 holur eða fjórir hringir.
Valdís Þóra Jónsdóttir, Íslandsmeistari í höggleik 2012, lék á 77 höggum í dag eða 5 höggum yfir pari og er hún í 81. sæti í einstaklingskeppninni. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK léku báðar á 79 höggum í dag eða +7, og eru þær í 106. sæti.
Keppni heldur áfram á morgun en Suður-Kórea hefur titil að verja í kvennaflokknum frá því að mótið fór fram fyrir tveimur árum í Argentínu.
Staðan á mótinu í einstaklingskeppninni
Staðan á mótinu í liðakeppninni.
Ísland náði sér ekki á strik á fyrsta hringum á HM í Tyrklandi

Mest lesið


Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti

Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti

Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði
Körfubolti


Ísak Bergmann hljóp mest allra
Fótbolti


„Ég hefði getað sett þrjú“
Íslenski boltinn
