Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍBV 21-26 | Öruggt hjá ÍBV Óskar Ófeigur Jónsson í Mýrinni skrifar 26. september 2012 14:58 Mynd/Vilhelm Eyjakonur sóttu tvö stig í Mýrina í kvöld þegar þær unnu fimm marka sigur á Stjörnunni, 26-21, í lokaleik 2. umferð N1 deildar kvenna í handbolta. Eyjakonur byrjuðu báða hálfleik mjög vel en hleyptu Stjörnuliðinu aftur inn í leikinn í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleiknum var hinsvegar aldrei spurning um hvar sigurinn endaði. Þetta var fyrsti sigur Eyjaliðsins í sumar því þær gerðu jafntefli við Gróttu á heimavelli í fyrstu umferðinni. Stjörnuliðið er hinsvegar í vandræðum og búið að tapa tveimur fyrstu leikjum sínum á tímabilinu. ÍBV byrjaði leikinn mun betur og komst í 5-1 og 8-3. Stjarnan vann sig vel inn í leikinn með frábærum átta mínútna kafla (vann hann 7-1) og jafnræði var síðan með liðunum á lokakafla hálfleiksins. Drífa Þorvaldsdóttir skoraði frábært lokamark og sá til þess að Eyjakonur eru einu marki yfir í hálfleik, 14-13. Stjörnukonur byrjuðu seinni hálfleikinn alveg eins illa og þann fyrri en liðið skoraði ekki sitt fyrsta mark í hálfleiknum fyrr en eftir rúmar 12 mínútur og þá var staðan orðin 17-13 fyrir ÍBV. Eyjakonur hleyptu Stjörnunni ekki aftur inn í leikinn í seinni hálfleiknum og unnu að lokum mjög öruggan sigur. Florentina Stanciu, Georgeta Grigore og Simona Vintila voru í aðalhlutverki í Eyjaliðinu í kvöld en Florentina lokaði markinu stóran hluta seinni hálfleiksins. Drífa Þorvaldsdóttir sýndi líka ágæt tilþrif og glæsimark hennar í lok fyrri hálfleiksins færði Eyjaliðinu eins marks forskot í hálfleik sem var mikilvægt veganesti inn í hálfleik. Stjörnuliðið stóð vörnina vel stærsta hluta leiksins en sóknin er skelfileg. Hanna Guðrún Stefánsdóttir fór fyrir liðinu í markaskorun og Sunneva Einarsdóttir varð vel á köflum. Sandra Sif Sigurjónsdóttir stóð sig líka vel á báðum endum vallarins. Guðbjörg: Gott fyrir sálina að fá tvö stig í húsEyjakonan Guðbjörg Guðmannsdóttir var sátt eftir sannfærandi sigur ÍBV á Stjörnunni í Mýrinni í kvöld en þetta var fyrsti sigur liðsins í N1 deildinni í vetur. „Þetta var frekar ljúft. Við vorum frekar óánægðar eftir fyrsta leikinn því við vissum að við áttum meira inni. Það voru svona byrjunarerfiðleikar hjá okkur eins og oft vill vera í fyrstu leikjunum," sagði Guðbjörg. Eyjaliðið missti niður fimm marka forskot í fyrri hálfleiknum en sigurinn var aldrei í hættu í seinni hálfleik. „Um leið og þær fóru að keyra á okkur og fá hraðaupphlaupin þá komust þær yfir en um leið og við lokuðum á það þá fór allt að ganga upp. Við fórum að keyra til baka og drífa okkur heim. Þá áttu þær ekki svar við okkar leik," sagði Guðbjörg í léttum tón. „Þetta lítur ágætlega út hjá okkur. Við erum ekkert með neitt gríðarlega breiðan hóp og erum að glíma við smávægileg meiðsli. Þetta eru samt rosalega flottir leikmenn hjá okkur og ungar og efnilegar stelpur sem eru að koma upp. Við ætlum bara að taka einn leik í einu og stefna alltaf hærra og hærra," sagði Guðbjörg. „Ég bjóst við að þær myndu hanga meira í okkur því Stjarnan er þekkt fyrir að vera með baráttulið. Þær eru líka að glíma við meiðsli og það eru stórir leikmenn sem voru ekki í þeirra liði núna. Það er alltaf erfitt. Þetta var samt annar leikur og það var byrjendabragur á báðum liðum. Það var því gott fyrir sálina að fá tvö stig í hús," sagði Guðbjörg að lokum. Ágústa Edda: Við þurfum að vinna í sóknarleiknum á næstunniÁgústa Edda Björnsdóttir, leikstjórnandi Stjörnunnar, reyndi að líta á jákvæðu hliðarnar þrátt fyrir annað tap liðsins í röð. „Ég er ekki sátt við þennan leik en þetta samt upp á við frá því í síðasta leik. Þetta er nýtt lið og margir nýir leikmenn að spila saman. Það tekur tíma að púsla liðinu saman. Ég er ekki ánægð með leikinn í heild sinni en það er framför frá því í sðasta leik," sagði Ágústa Edda. „Þetta er mjög erfitt sóknarlega og það er það sem við þurfum að vinna í á næstunni. Við erum eins og allir vita með meidda leikmenn en við þurfum samt að spila á þessu liðið þangað til að þær koma inn. Við erum því að vinna í okkar sóknarleik en hann er dapur eins og er," sagði Ágústa Edda. „Við byrjum illa í kvöld og það var líka þannig í síðasta leik þegar við byrjuðum skelfilega. Það fór með þann leik og byrjunin í seinni hálfleik í kvöld var alveg hræðileg því við vorum þá búnar að vinna okkur inn í leikinn og áttum alveg að geta haldið áfram," sagði Ágústa sem skoraði fyrsta mark Stjörnuliðsins í seinni hálfleik þegar meira en 12 mínútur voru liðnar. „Við verðum að taka jákvæðu kaflana út úr þessu sem er náttúrlega það að vörnin er standa vel á köflum og við eigum ágætis sóknartilþrif inn á milli. Við þurfum að byggja á því og halda áfram að reyna að bæta okkur. Svo koma, Rakel, Jóna, Kristín Clausen og Ester inn í þetta. Við eigum inni nokkra leikmenn sem geta verið í byrjunarliðinu hjá okkur og þá vantar mikið. Þetta verður því vonandi bara á uppleið hjá okkur í allan vetur," sagði Ágústa Edda. Olís-deild kvenna Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Sjá meira
Eyjakonur sóttu tvö stig í Mýrina í kvöld þegar þær unnu fimm marka sigur á Stjörnunni, 26-21, í lokaleik 2. umferð N1 deildar kvenna í handbolta. Eyjakonur byrjuðu báða hálfleik mjög vel en hleyptu Stjörnuliðinu aftur inn í leikinn í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleiknum var hinsvegar aldrei spurning um hvar sigurinn endaði. Þetta var fyrsti sigur Eyjaliðsins í sumar því þær gerðu jafntefli við Gróttu á heimavelli í fyrstu umferðinni. Stjörnuliðið er hinsvegar í vandræðum og búið að tapa tveimur fyrstu leikjum sínum á tímabilinu. ÍBV byrjaði leikinn mun betur og komst í 5-1 og 8-3. Stjarnan vann sig vel inn í leikinn með frábærum átta mínútna kafla (vann hann 7-1) og jafnræði var síðan með liðunum á lokakafla hálfleiksins. Drífa Þorvaldsdóttir skoraði frábært lokamark og sá til þess að Eyjakonur eru einu marki yfir í hálfleik, 14-13. Stjörnukonur byrjuðu seinni hálfleikinn alveg eins illa og þann fyrri en liðið skoraði ekki sitt fyrsta mark í hálfleiknum fyrr en eftir rúmar 12 mínútur og þá var staðan orðin 17-13 fyrir ÍBV. Eyjakonur hleyptu Stjörnunni ekki aftur inn í leikinn í seinni hálfleiknum og unnu að lokum mjög öruggan sigur. Florentina Stanciu, Georgeta Grigore og Simona Vintila voru í aðalhlutverki í Eyjaliðinu í kvöld en Florentina lokaði markinu stóran hluta seinni hálfleiksins. Drífa Þorvaldsdóttir sýndi líka ágæt tilþrif og glæsimark hennar í lok fyrri hálfleiksins færði Eyjaliðinu eins marks forskot í hálfleik sem var mikilvægt veganesti inn í hálfleik. Stjörnuliðið stóð vörnina vel stærsta hluta leiksins en sóknin er skelfileg. Hanna Guðrún Stefánsdóttir fór fyrir liðinu í markaskorun og Sunneva Einarsdóttir varð vel á köflum. Sandra Sif Sigurjónsdóttir stóð sig líka vel á báðum endum vallarins. Guðbjörg: Gott fyrir sálina að fá tvö stig í húsEyjakonan Guðbjörg Guðmannsdóttir var sátt eftir sannfærandi sigur ÍBV á Stjörnunni í Mýrinni í kvöld en þetta var fyrsti sigur liðsins í N1 deildinni í vetur. „Þetta var frekar ljúft. Við vorum frekar óánægðar eftir fyrsta leikinn því við vissum að við áttum meira inni. Það voru svona byrjunarerfiðleikar hjá okkur eins og oft vill vera í fyrstu leikjunum," sagði Guðbjörg. Eyjaliðið missti niður fimm marka forskot í fyrri hálfleiknum en sigurinn var aldrei í hættu í seinni hálfleik. „Um leið og þær fóru að keyra á okkur og fá hraðaupphlaupin þá komust þær yfir en um leið og við lokuðum á það þá fór allt að ganga upp. Við fórum að keyra til baka og drífa okkur heim. Þá áttu þær ekki svar við okkar leik," sagði Guðbjörg í léttum tón. „Þetta lítur ágætlega út hjá okkur. Við erum ekkert með neitt gríðarlega breiðan hóp og erum að glíma við smávægileg meiðsli. Þetta eru samt rosalega flottir leikmenn hjá okkur og ungar og efnilegar stelpur sem eru að koma upp. Við ætlum bara að taka einn leik í einu og stefna alltaf hærra og hærra," sagði Guðbjörg. „Ég bjóst við að þær myndu hanga meira í okkur því Stjarnan er þekkt fyrir að vera með baráttulið. Þær eru líka að glíma við meiðsli og það eru stórir leikmenn sem voru ekki í þeirra liði núna. Það er alltaf erfitt. Þetta var samt annar leikur og það var byrjendabragur á báðum liðum. Það var því gott fyrir sálina að fá tvö stig í hús," sagði Guðbjörg að lokum. Ágústa Edda: Við þurfum að vinna í sóknarleiknum á næstunniÁgústa Edda Björnsdóttir, leikstjórnandi Stjörnunnar, reyndi að líta á jákvæðu hliðarnar þrátt fyrir annað tap liðsins í röð. „Ég er ekki sátt við þennan leik en þetta samt upp á við frá því í síðasta leik. Þetta er nýtt lið og margir nýir leikmenn að spila saman. Það tekur tíma að púsla liðinu saman. Ég er ekki ánægð með leikinn í heild sinni en það er framför frá því í sðasta leik," sagði Ágústa Edda. „Þetta er mjög erfitt sóknarlega og það er það sem við þurfum að vinna í á næstunni. Við erum eins og allir vita með meidda leikmenn en við þurfum samt að spila á þessu liðið þangað til að þær koma inn. Við erum því að vinna í okkar sóknarleik en hann er dapur eins og er," sagði Ágústa Edda. „Við byrjum illa í kvöld og það var líka þannig í síðasta leik þegar við byrjuðum skelfilega. Það fór með þann leik og byrjunin í seinni hálfleik í kvöld var alveg hræðileg því við vorum þá búnar að vinna okkur inn í leikinn og áttum alveg að geta haldið áfram," sagði Ágústa sem skoraði fyrsta mark Stjörnuliðsins í seinni hálfleik þegar meira en 12 mínútur voru liðnar. „Við verðum að taka jákvæðu kaflana út úr þessu sem er náttúrlega það að vörnin er standa vel á köflum og við eigum ágætis sóknartilþrif inn á milli. Við þurfum að byggja á því og halda áfram að reyna að bæta okkur. Svo koma, Rakel, Jóna, Kristín Clausen og Ester inn í þetta. Við eigum inni nokkra leikmenn sem geta verið í byrjunarliðinu hjá okkur og þá vantar mikið. Þetta verður því vonandi bara á uppleið hjá okkur í allan vetur," sagði Ágústa Edda.
Olís-deild kvenna Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Sjá meira