Ný veiðibók komin út: Ágóðinn rennur til NASF 23. september 2012 07:00 Ný bók eftir Adrian Latimer. Myndin á kápunni er af Ægissíðufossi í Ytri-Rangá. Ný bók á ensku um lax- og silungsveiði á Íslandi er komin út. Allur ágóðinn af sölu bókarinnar rennur til Verndarsjóðs villtra laxastofna. Bókin "Fire & Ice: Fly Fishing Through Iceland", sem skrifuð er af Bretanum Adrian Latimer, fjallar um lax- og silungsveiði á Íslandi. Latimer er hugfanginn af landi og þjóð en hann kom fyrst til Íslands árið 1995 og síðan þá hefur hann komið tvisvar á ári til að veiða. Árið 2003 gaf hann út bókina "Northern Tails: An Icelandic Fishing Odyssey" en nýja bókin byggir einmitt að hluta til á henni. Bókin er ríflega 300 blaðsíður og í henni er fjallað um fjölmargar ár, en einnig ýmislegt annað tengt veiðinni. Allur ágóðinn af sölu bókurinnar rennur til Verndarsjóðs villtra laxastofna (NASF - North Atlantic Salmon Fund) og Verndarsjóðs villtra silunga (The Wild Trout Trust). Orri Vigfússon, formaður NASF, skrifar inngang að bókinni.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Íslendingar eiga strax að banna allt laxeldi í sjó Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Flugan sem fiskurinn tekur aldrei Veiði Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Sjaldan veiðst jafn margir stórlaxar í Laxá Veiði Mikið líf við Elliðavatn Veiði
Ný bók á ensku um lax- og silungsveiði á Íslandi er komin út. Allur ágóðinn af sölu bókarinnar rennur til Verndarsjóðs villtra laxastofna. Bókin "Fire & Ice: Fly Fishing Through Iceland", sem skrifuð er af Bretanum Adrian Latimer, fjallar um lax- og silungsveiði á Íslandi. Latimer er hugfanginn af landi og þjóð en hann kom fyrst til Íslands árið 1995 og síðan þá hefur hann komið tvisvar á ári til að veiða. Árið 2003 gaf hann út bókina "Northern Tails: An Icelandic Fishing Odyssey" en nýja bókin byggir einmitt að hluta til á henni. Bókin er ríflega 300 blaðsíður og í henni er fjallað um fjölmargar ár, en einnig ýmislegt annað tengt veiðinni. Allur ágóðinn af sölu bókurinnar rennur til Verndarsjóðs villtra laxastofna (NASF - North Atlantic Salmon Fund) og Verndarsjóðs villtra silunga (The Wild Trout Trust). Orri Vigfússon, formaður NASF, skrifar inngang að bókinni.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Íslendingar eiga strax að banna allt laxeldi í sjó Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Flugan sem fiskurinn tekur aldrei Veiði Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Sjaldan veiðst jafn margir stórlaxar í Laxá Veiði Mikið líf við Elliðavatn Veiði