Stangveiði í Skotlandi með besta móti Svavar Hávarðsson skrifar 23. september 2012 13:00 Áin Dee í Skotlandi er stórkostlegt veiðivatn með mikla sögu. Myndirnar með fréttinni voru teknar á svæðinu Blair sem er um sjö kílómetra frá borginni Aberdeen. Mynd/Björgólfur Hávarðsson Lax- og sjóbirtingsveiði í Skotlandi var með besta móti í fyrrasumar, eins og niðurstöður Veiðimálastofnunar Skota sýna fram á. Hins vegar er netaveiði á hverfanda hveli. Niðurstöðurnar sýna að 87.915 laxar veiddust á stöng í Skotlandi – sem er sjötta besta ár í sögu laxveiða í Skotlandi frá því byrjað var að halda saman tölfræði um veiði þar í landi. Veiðin er 98% af meðalveiði síðustu fimm ára. Á land komu því til viðbótar 23.324 sjóbirtingar. Eins sýnir tölfræðin að veiða/sleppa fyrirkomulagið í Skotlandi er að ná sífellt betri fótfestu en 73% af öllum laxi var sleppt árið 2011; 91% af vorveiddum laxi og 70% af öllum sjóbirtingi var sleppt. Laxveiði í net var ein sú minnsta í sögu veiða í Skotlandi frá því byrjað var að skrá slíka tölfræði árið 1952 eða innan við 5% af því sem var mest veitt á tímabilinu. Sjóbirtingsveiði í net er enn minni eða innan við 3% af þeirri veiði sem tíðkaðist þegar mest var veitt í net. Rétt er að horfa til Íslands til að fá samanburð á þessum tölum frá Skotlandi. Alls veiddust 55.639 laxar á stöng árið 2011 en af þeim var 16.876 (30,3%) sleppt aftur og var heildarfjöldi landaðra stangveiddra laxa (afli) því 38.763 laxar. Skráð stangveiði 2011 var 19.322 löxum eða 25,8% minni en hún var á árinu 2010 en 39,5% yfir meðaltalsstangveiði áranna 1974-2010.Um veiðina á Íslandi, þar á meðal á silungi, má lesa í smáatriðum í frétt Veiðivísis frá 1. júní 2012. svavar@frettabladid.ismynd/Björgólfur Hávarðsson Stangveiði Mest lesið Mest sótt um Elliðaárnar Veiði Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Góðar göngur í Varmá Veiði Formaður úti í kuldanum: Ófétið hafnaði mér! Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Hafna fullyrðingum um riftun samnings í Eldvatni Veiði
Lax- og sjóbirtingsveiði í Skotlandi var með besta móti í fyrrasumar, eins og niðurstöður Veiðimálastofnunar Skota sýna fram á. Hins vegar er netaveiði á hverfanda hveli. Niðurstöðurnar sýna að 87.915 laxar veiddust á stöng í Skotlandi – sem er sjötta besta ár í sögu laxveiða í Skotlandi frá því byrjað var að halda saman tölfræði um veiði þar í landi. Veiðin er 98% af meðalveiði síðustu fimm ára. Á land komu því til viðbótar 23.324 sjóbirtingar. Eins sýnir tölfræðin að veiða/sleppa fyrirkomulagið í Skotlandi er að ná sífellt betri fótfestu en 73% af öllum laxi var sleppt árið 2011; 91% af vorveiddum laxi og 70% af öllum sjóbirtingi var sleppt. Laxveiði í net var ein sú minnsta í sögu veiða í Skotlandi frá því byrjað var að skrá slíka tölfræði árið 1952 eða innan við 5% af því sem var mest veitt á tímabilinu. Sjóbirtingsveiði í net er enn minni eða innan við 3% af þeirri veiði sem tíðkaðist þegar mest var veitt í net. Rétt er að horfa til Íslands til að fá samanburð á þessum tölum frá Skotlandi. Alls veiddust 55.639 laxar á stöng árið 2011 en af þeim var 16.876 (30,3%) sleppt aftur og var heildarfjöldi landaðra stangveiddra laxa (afli) því 38.763 laxar. Skráð stangveiði 2011 var 19.322 löxum eða 25,8% minni en hún var á árinu 2010 en 39,5% yfir meðaltalsstangveiði áranna 1974-2010.Um veiðina á Íslandi, þar á meðal á silungi, má lesa í smáatriðum í frétt Veiðivísis frá 1. júní 2012. svavar@frettabladid.ismynd/Björgólfur Hávarðsson
Stangveiði Mest lesið Mest sótt um Elliðaárnar Veiði Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Góðar göngur í Varmá Veiði Formaður úti í kuldanum: Ófétið hafnaði mér! Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Hafna fullyrðingum um riftun samnings í Eldvatni Veiði