Handbolti

HK vann sannfærandi sigur á Stjörnunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jóna Sigríður Halldórsdóttir.
Jóna Sigríður Halldórsdóttir. Mynd/Stefán
HK-konur komu á óvart í fyrstu umferð N1 deildar kvenna í handbolta með því að vinna sexmarka sigur á Stjörnunni, 25-19, í Digarnesi í dag en Stjörnuliðinu var spáð mun betra gengi en HK í vetur.

HK-liðið byrjaði frábærlega í leiknum, komst í 5-1, 13-3 og var 14-7 yfir í hálfleik. Stjarnan náði aðeins að laga stöðuna í seinni hálfleiknum en ógnuðu aldrei sigri HK-liðsins og Skúli Gunnsteinsson byrjar því ekki vel með Stjörnukonur.

Jóna Sigríður Halldórsdóttir og Heiðrún Björk Helgadóttir áttu báðar flottan leik í HK-liðinu. Jóna Sigríður skoraði sex mörk í fyrri hálfleik og Heiðrún Björk stýrði sóknarleik HK með glæsibrag allan tímann.

Rakel Dögg Bragadóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, er ekki farin að spila með Stjörnuliðinu en hún er að ná sér eftir krossbandaslit.

HK - Stjarnan 25-19 (14-7)

Mörk HK: Jóna Sigríður Halldórsdóttir 8, Heiðrún Björk Helgadóttir 7, Nataly Sæunn Valencia 3, Sóley Ívarsdóttir    2, Emma Havin Sardarsdóttir 1, Sigríður Hauksdóttir 1, Gerður Arinbjarnar 1, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 1, Arna Björk Almarsdóttir 1.

Mörk Stjörnunnar:  Indíana Gunnarsdóttir 6, Helena Örvarsdóttir 3, Sandra Sigurjónsdóttir 3, Arna Dýrfjörð 2, Þórhildur Gunnarsdóttir 2, Ágústa Edda Björnsdóttir 1, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 1, Aida Dorovic 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×