Handbolti

Fjölmennasta kvennadeildin í þrettán ár hefst í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Val og Fram er spáð tveimur efstu sætunum.
Val og Fram er spáð tveimur efstu sætunum. Mynd/Stefán
Fyrsta umferðin í N1 deild kvenna í handbolta fer fram í dag þegar fimm leikir verða spilaðir. Ellefu lið eru í deildinni og verða tíu á ferðinni í dag. Þetta er í fyrsta sinn síðan tímabilið 1999-2000 eða í þrettán ár, sem svo mörg lið eru í úrvalsdeild kvenna.

Liðunum hefur fjölgað um tvö síðan í fyrravetur en engu að síður eru þrír nýliðar í deildinni í ár; Selfoss, Fylkir og Afturelding. KA/Þór átti að verða tólfta lið deildarinnar en hætti við þátttöku skömmu fyrir mótið.

Valskonur hafa orðið Íslandsmeistarar undanfarin þrjú ár og þeim er spáð Íslandsmeistaratitlinum. Fram, liðið sem hefur verið í 2. sæti fjögur ár í röð er spáð silfrinu í enn eitt skiptið. Nýliðunum þremur er síðan spáð neðstu þremur sætunum.

Leikir í fyrstu umferðinni í dag:

13.30 Selfoss Selfoss - Afturelding

13.30 Kaplakriki FH - Fram

13.30 Vestmannaeyjar ÍBV - Grótta

13.30 Fylkishöll Fylkir - Valur

14.00 Digranes HK - Stjarnan

Lið í N1 deild kvenna undanfarin ár:

2012-2013 - 11 lið (Tvöföld umferð, 20 leikir)

2011-2012 - 9 lið (Tvöföld umferð, 16 leikir)

2010-2011 - 10 lið (Tvöföld umferð, 18 leikir)

2009-2010 - 9 lið (Þreföld umferð, 24 leikir)

2008-2009 - 8 lið (Þreföld umferð, 21 leikur)

2007-2008 - 9 lið (Þreföld umferð, 24 leikir)

2006-2007 - 9 lið (Þreföld umferð, 24 leikir)

2005-2006 - 10 lið (Tvöföld umferð, 18 leikir)

2004-2005 - 8 lið (Þreföld umferð, 21 leikur)

2003-2004 - 9 lið (Þreföld umferð, 24 leikir)

2002-2003 - 10 lið (Þreföld umferð, 27 leikir)

2001-2002 - 9 lið (Tvöföld umferð, 16 leikir)

2000-2001 - 10 lið (Tvöföld umferð, 18 leikir)

1999-2000 - 11 lið (Tvöföld umferð, 20 leikir)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×