Ekki náðist að veiða hreindýrakvótann Svavar Hávarðsson skrifar 21. september 2012 19:19 Margir veiðimenn þurftu frá að hverfa þar sem þeir höfðu ekki tilskilið leyfi til veiðanna. Mynd/vilhelm Ekki náðist að fella þrettán hreindýr af útgefnum veiðikvóta í sumar, en veiðum lauk í gær. Kvótinn var 1.009 dýr. Helsta ástæðan er sú að veiðimenn skiluðu leyfum sínum þar sem þeir höfðu ekki þreytt skotpróf, sem er skilyrði fyrir veiðum. Þetta olli því að mörgum leyfum þurfti að úthluta aftur sem gekk illa. Í heildina gengu veiðarnar vel en þó þurfti að grípa til þess í meira mæli en áður að opna skörun milli samliggjandi veiðisvæða þar sem dreifing dýranna var að nokkru leyti óhefðbundin. Hjá Umhverfisstofnun kemur fram að áberandi sé hversu margir veiðimenn koma til veiða um helgar. Margir veiðihópar eru á ferðinni á sama tíma en aðrir dagar eru illa nýttir. Fyrri hluta tímabilsins var veður gott en veðrið var ekki eins hagstætt á seinni hluta veiðitímans og tafði það veiðar eitthvað. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Ólíku saman að jafna í Dölunum Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 15 punda urriði við opnun Veiðivatna Veiði Vorveiðin gengur vel á veiðisvæðum Hreggnasa Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Draumadagur veiðimanns við Ytri Rangá Veiði "Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Veiði
Ekki náðist að fella þrettán hreindýr af útgefnum veiðikvóta í sumar, en veiðum lauk í gær. Kvótinn var 1.009 dýr. Helsta ástæðan er sú að veiðimenn skiluðu leyfum sínum þar sem þeir höfðu ekki þreytt skotpróf, sem er skilyrði fyrir veiðum. Þetta olli því að mörgum leyfum þurfti að úthluta aftur sem gekk illa. Í heildina gengu veiðarnar vel en þó þurfti að grípa til þess í meira mæli en áður að opna skörun milli samliggjandi veiðisvæða þar sem dreifing dýranna var að nokkru leyti óhefðbundin. Hjá Umhverfisstofnun kemur fram að áberandi sé hversu margir veiðimenn koma til veiða um helgar. Margir veiðihópar eru á ferðinni á sama tíma en aðrir dagar eru illa nýttir. Fyrri hluta tímabilsins var veður gott en veðrið var ekki eins hagstætt á seinni hluta veiðitímans og tafði það veiðar eitthvað. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Ólíku saman að jafna í Dölunum Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 15 punda urriði við opnun Veiðivatna Veiði Vorveiðin gengur vel á veiðisvæðum Hreggnasa Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Draumadagur veiðimanns við Ytri Rangá Veiði "Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Veiði