Söngkonan Christina Aguilera, 31 árs, var glæsileg á rauða dreglinum þegar hún tók á móti verðlununum fyrir söng sinn á Alma verðlaunahátíðinni klædd í svartan Michael Kors kjól, Christian Louboutin skó Judith Leiber handtösku og Neil Lane skart. Þá var hún með fjólublátt tagl eins og sjá má í myndasafni.
Söngkonan prýðir forsíðu Billboard tímaritsins í september þar sem hún segir nýju plötuna sína sem ber heitið Lotus einkennast af frelsi og sjálfstjáningu.
"Ég hef gengið í gegnum margt undanfarin ár en þessi plata er eins og endurfæðing í mínum huga," segir Christina.
