Söngkonan og X Factor dómarinn Nicole Scherzinger stal senunni svo um munaði á rauða dreglinum fyrir eitt af mörgum úrslitakvöldum X Factor í London um helgina í mjög svo stuttum, gylltum kjól.
Stundum borgar sig þó líklega að velja þægindi fram yfir útlitið því kjóll þokkagyðjunnar entist ekki út kvöldið en eins og sjá má á meðfylgjandi myndum þá þurfti Scherzinger að halda kjólnum uppi þar sem rennilásinn hafði gefið sig.
Með henni á myndunum er X Factor dómarinn Louis Walsh en þau fóru út að borða saman eftir að þættinum lauk.
Kjóllinn entist ekki kvöldið
