"Afspyrnu slakt" 5. október 2012 04:00 Mynd / Trausti Hafliðason Þorsteinn Þorsteinsson frá Skálpastöðum segir ljóst af þeim veiðitölum sem komnar séu í hús að laxveiðisumarið sé „afspyrnu slakt." Líkt og oft áður skrifar Þorsteinn pistil á vefsíðu Landssambands veiðifélaga. Gefum honum orðið: „Nú er hinu almenna veiðitímabili lokið og flestar viðmiðunaránna búnar að skila lokatölum. Þess er þó rétt að geta að við nánara uppgjör veiðibóka kunna þær að breytast smávegis. Eins vantar sumstaðar tölur um laxa, sem veiðst hafa á sérstökum silungaveiðisvæðum, svo sem í Vatnsdalsánni. Allt kemur það betur í ljós þegar Veiðimálastofnun hefur farið yfir bækurnar," skrifar Þorsteinn. „Ekki veiddust nema 270 laxar í síðustu viku. Með þeim kemst veiðin í viðmiðunaránum okkar upp í 21.547 laxa, sem verður að teljast afspyrnu slakt. Til þess að heildartalan í viðmiðunaránum nái 22.000 löxum þetta sumarið þurfa Rangárnar að skila ríflega 450 fiskum á næstu vikum, sem mér sýnist fremur ólíklegt. En tölfræði undanfarinna ára bendir þó til þess að heildar laxveiði á landinu öllu muni fara eitthvað yfir 30.000 fiska. Frá árinu 1974 hafa 10 ár verið lakari en það. Hafa verður þó í huga að flest þeirra tilvika eru eldri en sú stórfelda hafbeit sem nú er stunduð. Vilji menn draga þær ár, sem á slíku byggja, út úr myndinni sýnist mér rétt að bíða lokayfirlits Veiðimálasofnunar fyrir þetta árið ef samanburðurinn á að vera trúverðugur." trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði "Afspyrnu slakt" Veiði Vikulegar veiðitölur komnar í loftið Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði 20 punda urriði á Þingvöllum Veiði Frábær meðalþyngd á laxinum í Vatnsdalsá Veiði Fnjóská: Tveggja daga holl með 27 laxa og mikið af silungi Veiði Ekkert að frétta úr Vífilsstaðavatni Veiði Úthlutun lokið hjá SVFR Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði
Þorsteinn Þorsteinsson frá Skálpastöðum segir ljóst af þeim veiðitölum sem komnar séu í hús að laxveiðisumarið sé „afspyrnu slakt." Líkt og oft áður skrifar Þorsteinn pistil á vefsíðu Landssambands veiðifélaga. Gefum honum orðið: „Nú er hinu almenna veiðitímabili lokið og flestar viðmiðunaránna búnar að skila lokatölum. Þess er þó rétt að geta að við nánara uppgjör veiðibóka kunna þær að breytast smávegis. Eins vantar sumstaðar tölur um laxa, sem veiðst hafa á sérstökum silungaveiðisvæðum, svo sem í Vatnsdalsánni. Allt kemur það betur í ljós þegar Veiðimálastofnun hefur farið yfir bækurnar," skrifar Þorsteinn. „Ekki veiddust nema 270 laxar í síðustu viku. Með þeim kemst veiðin í viðmiðunaránum okkar upp í 21.547 laxa, sem verður að teljast afspyrnu slakt. Til þess að heildartalan í viðmiðunaránum nái 22.000 löxum þetta sumarið þurfa Rangárnar að skila ríflega 450 fiskum á næstu vikum, sem mér sýnist fremur ólíklegt. En tölfræði undanfarinna ára bendir þó til þess að heildar laxveiði á landinu öllu muni fara eitthvað yfir 30.000 fiska. Frá árinu 1974 hafa 10 ár verið lakari en það. Hafa verður þó í huga að flest þeirra tilvika eru eldri en sú stórfelda hafbeit sem nú er stunduð. Vilji menn draga þær ár, sem á slíku byggja, út úr myndinni sýnist mér rétt að bíða lokayfirlits Veiðimálasofnunar fyrir þetta árið ef samanburðurinn á að vera trúverðugur." trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði "Afspyrnu slakt" Veiði Vikulegar veiðitölur komnar í loftið Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði 20 punda urriði á Þingvöllum Veiði Frábær meðalþyngd á laxinum í Vatnsdalsá Veiði Fnjóská: Tveggja daga holl með 27 laxa og mikið af silungi Veiði Ekkert að frétta úr Vífilsstaðavatni Veiði Úthlutun lokið hjá SVFR Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði