Veiðitölur LV: Prýðileg veiði í Miðá í Dölum Trausti Hafliðason skrifar 5. október 2012 04:00 Veiðimaður egnir fyrir laxi í Langá þar sem veiði lauk þann 26. september. Í Langá veiddust 1.098 laxar í sumar. Mynd / Trausti Hafliðason Veiði er nú lokið í flestum ám. Nýjar veiðitölur sýna að veiðin í Miðá í Dölum og Jöklu var með ágætum í sumar en veiðin hefur aldrei verið lélegri í Laxá í Kjós og Víðidalsá. Alls veiddust 30 laxar í Ytri-Rangá í síðustu viku og er heildarveiðin því komin í 4.242 laxa. Sem fyrr trónir áin á toppi lista Landssamband veiðifélaga yfir aflahæstu árnar en samt sem áður stefnir allt í að þetta verði næst lélegasta árið frá 2006 en þá veiddust 4.230 laxar. Vikuveiðin í Eystri-Rangá, sem er í öðru sæti listans, var nokkuð betri því þar veiddust 64 laxar. Veiðin stendur nú í 2.880 löxum. Ljóst er að þetta ár verður það næst lélegasta síðan 2006 þegar 2.475 laxar veiddust. Enn er veitt í Grímsá og var vikuðveiðin 25 laxar. Alls hafa veiðst 477 laxar í ánni og er það lang lélegasta veiðin frá því byrjað var að halda utan um veiðitölur árið 1974. Áður höfðu minnst veiðst 717 laxar en það var árið 1982. Skammt frá Hvolsvelli eru tvær nettar hafbeitarár sem enn er veitt í. Vikuveiðin í Affallinu var 13 laxar og er heildarveiðin komin í 457 laxa. Í fyrra veiddust 476 laxar í ánni en 1.021 árið 2010. Veiðin í Þverá í Fljótshlíð hefur verið góð í sumar en þar eru 270 laxar komnir á land og 24 af þeim veiddust síðustu tvær vikur. Í fyrra veiddust 119 laxar í Þverá og árið 2010 var heildarveiðin 303 laxar. Þann 1. október lauk veiði í nokkrum ám. Helst ber að nefna að veiðina í Stóru-Laxá sem skilaði 223 löxum síðustu 11 dagana af veiðitímabilinu. Heildarveiðin er því 673 laxar sem er ótrúlega gott og ekki mjög langt frá metárinu í fyrra þegar 766 laxar komu á land. Veiðin í Laxá í Kjós var vægt til orða tekið léleg í sumar. 10 laxar komu á land síðustu fjóra dagana og er lokatalan því 525 laxar sem er það minnsta síðan 1974. Áður höfðu minnst veiðist 629 laxar en það var árið 1996. Í fyrra veiddust 1.112 laxar í ánni. Alls veiddust 24 laxar síðustu fjóra dagana í Breiðdalsá. Heildarveiðin er 464 laxar og hefur veiðin ekki verið lélegri síðan 2003. Í fyrra veiddust 1.430 laxar ánni sem var og er met. Lélegt í Vatnsdalsá og VíðidalsáVeiðimaður á gangi á bökkum Vatnsdalsár.Mynd / Trausti Hafliðason Líkt og víða annars staðar var sumarið dapurt í Laxá í Dölum. 14 laxar veiddust síðustu fjóra dagana og lauk áin því tímabilinu með 369 löxum. Í fyrra veiddust 568 laxar í Laxá í Dölum en það ár var sögulega líka lélegt því frá 2003 til 2010 veiddust á bilinu 1.100 til 1.899 laxar í ánni. Lélegasta árið var 1974 þegar það veiddist 341 lax. Aðra sögu er að segja af Miðá í Dölum sem lauk keppni, ef svo má að orði komast, með 358 löxum þar af veiddust 9 síðust tvær vikurnar. Þetta var prýðilegt ár í Miðá eða það þriðja besta frá aldamótum. Í fyrra veiddust 215 laxar í ánni.Jökla getur þokkalega vel við unað með 335 laxa. Í fyrra veiddust 507 laxar í ánni og 305 árið 2010. Síðustu fjórir dagarnir af veiðitímabilinu núna gáfu 5 laxa. Líkt og veiðimenn vita var veiðin í Vatnsdalsá og Víðidalsá léleg í sumar. Í Vatnsdalsá veiddust 11 laxar síðustu fjóra dagana og er heildarveiðin, lokatalan, því 327 laxar. Aðeins einu sinni áður hefur veiðin verið lélegri í ánni en það var árið 2000 þegar 323 laxar komu á land. Í fyrra veiddust 743 laxar í Vatnsdalsá. Þrátt fyrir ágætan endasprett, 25 laxa síðustu fjóra dagana, er þetta veiðiár það lélegasta í Víðidalsá frá því farið var að halda utan um veiðitölur árið 1974. Heildarveiðin er 325 laxar samanborið við 747 í fyrra. Áður hafði Víðidalsá lægst farið í 580 laxa en það var árið 1994. Þess ber þó að geta að veiðin var líka fremur léleg árin 2001 og 2003 þegar tæplega 600 laxar veiddust í ánni. Áhugasamir geta rýnt í veiðitölurnar á vefsíðu Landssambands veiðifélaga - angling.istrausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Mest sótt um Elliðaárnar Veiði Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Góðar göngur í Varmá Veiði Formaður úti í kuldanum: Ófétið hafnaði mér! Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Hafna fullyrðingum um riftun samnings í Eldvatni Veiði
Veiði er nú lokið í flestum ám. Nýjar veiðitölur sýna að veiðin í Miðá í Dölum og Jöklu var með ágætum í sumar en veiðin hefur aldrei verið lélegri í Laxá í Kjós og Víðidalsá. Alls veiddust 30 laxar í Ytri-Rangá í síðustu viku og er heildarveiðin því komin í 4.242 laxa. Sem fyrr trónir áin á toppi lista Landssamband veiðifélaga yfir aflahæstu árnar en samt sem áður stefnir allt í að þetta verði næst lélegasta árið frá 2006 en þá veiddust 4.230 laxar. Vikuveiðin í Eystri-Rangá, sem er í öðru sæti listans, var nokkuð betri því þar veiddust 64 laxar. Veiðin stendur nú í 2.880 löxum. Ljóst er að þetta ár verður það næst lélegasta síðan 2006 þegar 2.475 laxar veiddust. Enn er veitt í Grímsá og var vikuðveiðin 25 laxar. Alls hafa veiðst 477 laxar í ánni og er það lang lélegasta veiðin frá því byrjað var að halda utan um veiðitölur árið 1974. Áður höfðu minnst veiðst 717 laxar en það var árið 1982. Skammt frá Hvolsvelli eru tvær nettar hafbeitarár sem enn er veitt í. Vikuveiðin í Affallinu var 13 laxar og er heildarveiðin komin í 457 laxa. Í fyrra veiddust 476 laxar í ánni en 1.021 árið 2010. Veiðin í Þverá í Fljótshlíð hefur verið góð í sumar en þar eru 270 laxar komnir á land og 24 af þeim veiddust síðustu tvær vikur. Í fyrra veiddust 119 laxar í Þverá og árið 2010 var heildarveiðin 303 laxar. Þann 1. október lauk veiði í nokkrum ám. Helst ber að nefna að veiðina í Stóru-Laxá sem skilaði 223 löxum síðustu 11 dagana af veiðitímabilinu. Heildarveiðin er því 673 laxar sem er ótrúlega gott og ekki mjög langt frá metárinu í fyrra þegar 766 laxar komu á land. Veiðin í Laxá í Kjós var vægt til orða tekið léleg í sumar. 10 laxar komu á land síðustu fjóra dagana og er lokatalan því 525 laxar sem er það minnsta síðan 1974. Áður höfðu minnst veiðist 629 laxar en það var árið 1996. Í fyrra veiddust 1.112 laxar í ánni. Alls veiddust 24 laxar síðustu fjóra dagana í Breiðdalsá. Heildarveiðin er 464 laxar og hefur veiðin ekki verið lélegri síðan 2003. Í fyrra veiddust 1.430 laxar ánni sem var og er met. Lélegt í Vatnsdalsá og VíðidalsáVeiðimaður á gangi á bökkum Vatnsdalsár.Mynd / Trausti Hafliðason Líkt og víða annars staðar var sumarið dapurt í Laxá í Dölum. 14 laxar veiddust síðustu fjóra dagana og lauk áin því tímabilinu með 369 löxum. Í fyrra veiddust 568 laxar í Laxá í Dölum en það ár var sögulega líka lélegt því frá 2003 til 2010 veiddust á bilinu 1.100 til 1.899 laxar í ánni. Lélegasta árið var 1974 þegar það veiddist 341 lax. Aðra sögu er að segja af Miðá í Dölum sem lauk keppni, ef svo má að orði komast, með 358 löxum þar af veiddust 9 síðust tvær vikurnar. Þetta var prýðilegt ár í Miðá eða það þriðja besta frá aldamótum. Í fyrra veiddust 215 laxar í ánni.Jökla getur þokkalega vel við unað með 335 laxa. Í fyrra veiddust 507 laxar í ánni og 305 árið 2010. Síðustu fjórir dagarnir af veiðitímabilinu núna gáfu 5 laxa. Líkt og veiðimenn vita var veiðin í Vatnsdalsá og Víðidalsá léleg í sumar. Í Vatnsdalsá veiddust 11 laxar síðustu fjóra dagana og er heildarveiðin, lokatalan, því 327 laxar. Aðeins einu sinni áður hefur veiðin verið lélegri í ánni en það var árið 2000 þegar 323 laxar komu á land. Í fyrra veiddust 743 laxar í Vatnsdalsá. Þrátt fyrir ágætan endasprett, 25 laxa síðustu fjóra dagana, er þetta veiðiár það lélegasta í Víðidalsá frá því farið var að halda utan um veiðitölur árið 1974. Heildarveiðin er 325 laxar samanborið við 747 í fyrra. Áður hafði Víðidalsá lægst farið í 580 laxa en það var árið 1994. Þess ber þó að geta að veiðin var líka fremur léleg árin 2001 og 2003 þegar tæplega 600 laxar veiddust í ánni. Áhugasamir geta rýnt í veiðitölurnar á vefsíðu Landssambands veiðifélaga - angling.istrausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Mest sótt um Elliðaárnar Veiði Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Góðar göngur í Varmá Veiði Formaður úti í kuldanum: Ófétið hafnaði mér! Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Hafna fullyrðingum um riftun samnings í Eldvatni Veiði