Netaveiðiskugginn hvílir enn yfir vötnum 3. október 2012 16:28 Veiðimenn fóru að tilskyldum reglum við Stóru-Laxá í sumar og gott betur því 85 prósent aflans var sleppt. Mynd / Björgólfur Hávarðsson "Það má ekki gerast, enn eitt árið, að þið farið ekki að tilskipun Veiðimálastofnunarr, " segir í pistli á vef Lax-ár sem heldur áfram harðri gagnrýni á netaveiðibændur í Hvítá. Fram kemur á lax-a.is að öllum laxi yfir 70 sentimetrum hafi verið sleppt í Stóru-Laxá í sumar og gott betur því nánast öllum veiddum laxi hafi verið sleppt sem sé stórkostlegur árangur. "Enn hvílir þó netaveiðiskugginn yfir vötnum. Árum saman hefur stjórn Veiðifélags Árnesinga ákveðið að fara EKKI að fyrirmælum Veiðimálastofnunar og stundað sínar kvótalausu veiðar af fullum krafti á þeim tíma sem stórlaxinn fer um vatnasvæði Ölfusár og Hvítár. En, eins og menn vita, þá er helsti göngutími stórlaxa snemmsumars; seinnipart júni og fyrri hluta júlímánaðar," segir á lax-a.is. Stjórn Veiðifélags Árnesinga er kölluð til ábyrgðar: "Leggið ekki netin fyrr en meirihluti stórlaxins er farinn hjá - eftir miðjan júlí. Stangveiðimenn hafa af mikilli fórnfýsi og myndarskap lagt sitt af mörkum til verndar stórlaxinum á vatnsvæðinu, þið verðið að einnig að leggja ykkar af mörkum. Þá segir á vef Lax-ár að ganga megi frá málinu á næsta aðalfundi Veiðifélags Árnesinga. "Þannig geta netabændur fylgt tilskipun (eins og allir aðrir gera) okkar færustu vísindamanna á Veiðimálastofnun," segir á lax-a.is sem ítrekar: "Það má ekki gerast, enn eitt árið, að þið farið ekki að tilskipun Veiðimálastofnunar - stofnunar sem hefur yfirumsjón með veiðistjórnun í þessu landi."gar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Mest sótt um Elliðaárnar Veiði Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Góðar göngur í Varmá Veiði Formaður úti í kuldanum: Ófétið hafnaði mér! Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Hafna fullyrðingum um riftun samnings í Eldvatni Veiði
"Það má ekki gerast, enn eitt árið, að þið farið ekki að tilskipun Veiðimálastofnunarr, " segir í pistli á vef Lax-ár sem heldur áfram harðri gagnrýni á netaveiðibændur í Hvítá. Fram kemur á lax-a.is að öllum laxi yfir 70 sentimetrum hafi verið sleppt í Stóru-Laxá í sumar og gott betur því nánast öllum veiddum laxi hafi verið sleppt sem sé stórkostlegur árangur. "Enn hvílir þó netaveiðiskugginn yfir vötnum. Árum saman hefur stjórn Veiðifélags Árnesinga ákveðið að fara EKKI að fyrirmælum Veiðimálastofnunar og stundað sínar kvótalausu veiðar af fullum krafti á þeim tíma sem stórlaxinn fer um vatnasvæði Ölfusár og Hvítár. En, eins og menn vita, þá er helsti göngutími stórlaxa snemmsumars; seinnipart júni og fyrri hluta júlímánaðar," segir á lax-a.is. Stjórn Veiðifélags Árnesinga er kölluð til ábyrgðar: "Leggið ekki netin fyrr en meirihluti stórlaxins er farinn hjá - eftir miðjan júlí. Stangveiðimenn hafa af mikilli fórnfýsi og myndarskap lagt sitt af mörkum til verndar stórlaxinum á vatnsvæðinu, þið verðið að einnig að leggja ykkar af mörkum. Þá segir á vef Lax-ár að ganga megi frá málinu á næsta aðalfundi Veiðifélags Árnesinga. "Þannig geta netabændur fylgt tilskipun (eins og allir aðrir gera) okkar færustu vísindamanna á Veiðimálastofnun," segir á lax-a.is sem ítrekar: "Það má ekki gerast, enn eitt árið, að þið farið ekki að tilskipun Veiðimálastofnunar - stofnunar sem hefur yfirumsjón með veiðistjórnun í þessu landi."gar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Mest sótt um Elliðaárnar Veiði Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Góðar göngur í Varmá Veiði Formaður úti í kuldanum: Ófétið hafnaði mér! Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Hafna fullyrðingum um riftun samnings í Eldvatni Veiði