Djúpið miklu vinsælli en Frost 3. október 2012 10:15 Tæplega 23.500 manns hafa séð kvikmyndina Djúpið síðan hún var frumsýnd 21. september og geta aðstandendur hennar því vel við unað. Til samanburðar hafa aðeins tæplega 5.200 manns séð spennutryllinn Frost sem var frumsýndur tveimur vikum fyrr. Þetta kemur fram í nýjustu tölum SMÁÍS, Samtaka myndrétthafa á Íslandi, frá síðasta mánudegi. Tekjurnar af Djúpinu nema 30,5 milljónum króna en tekjurnar af Frost eru tæpar 6,5 milljónir. Djúpið, í leikstjórn Baltasars Kormáks, hefur fengið fyrirtaks dóma, þar á meðal fjórar stjörnur hér í Fréttablaðinu, en viðbrögðin við Frosti í leikstjórn Reynis Lyngdal hafa verið heldur dræmari. Til að mynda hlaut hún einungis eina stjörnu af fimm mögulegum hér í blaðinu. Þess má geta að Djúpið verður framlag Íslendinga til Óskarsverðlaunanna sem verða afhent í Hollywood á næsta ári. Þriðja íslenska myndin sem hefur verið í bíó að undanförnu er Ávaxtakarfan í leikstjórn Sævars Guðmundssonar. Um 10.600 manns hafa séð þessa barnamynd síðan hún var frumsýnd 31. ágúst og nema tekjurnar 7,9 milljónum króna. - fb Mest lesið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Tæplega 23.500 manns hafa séð kvikmyndina Djúpið síðan hún var frumsýnd 21. september og geta aðstandendur hennar því vel við unað. Til samanburðar hafa aðeins tæplega 5.200 manns séð spennutryllinn Frost sem var frumsýndur tveimur vikum fyrr. Þetta kemur fram í nýjustu tölum SMÁÍS, Samtaka myndrétthafa á Íslandi, frá síðasta mánudegi. Tekjurnar af Djúpinu nema 30,5 milljónum króna en tekjurnar af Frost eru tæpar 6,5 milljónir. Djúpið, í leikstjórn Baltasars Kormáks, hefur fengið fyrirtaks dóma, þar á meðal fjórar stjörnur hér í Fréttablaðinu, en viðbrögðin við Frosti í leikstjórn Reynis Lyngdal hafa verið heldur dræmari. Til að mynda hlaut hún einungis eina stjörnu af fimm mögulegum hér í blaðinu. Þess má geta að Djúpið verður framlag Íslendinga til Óskarsverðlaunanna sem verða afhent í Hollywood á næsta ári. Þriðja íslenska myndin sem hefur verið í bíó að undanförnu er Ávaxtakarfan í leikstjórn Sævars Guðmundssonar. Um 10.600 manns hafa séð þessa barnamynd síðan hún var frumsýnd 31. ágúst og nema tekjurnar 7,9 milljónum króna. - fb
Mest lesið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira