Upplifði öld öfganna 2. október 2012 10:03 "Er eitthvað sem Hobsbawm veit ekki?" var spurning sem félagar hans á námsárunum í Cambridge spurðu sig oft. Breski sagnfræðingurinn Eric Hobsbawm lést í gær 95 ára að aldri. Guðmundur Hálfdánarson prófessor í sagnfræði segir að yfirlitsbækur Hobsbawm um 19. og 20. öldina og bækur um þjóðernisrannsóknir standi upp úr á löngum ferli fræðimannsins. Breskir fjölmiðlar fjölluðu allir ítarlega um ævi og verk Erics Hobsbawm í gær enda einn þekktasti sagnfræðingur þarlendra. Hobsbawm var marxisti og kommúnisti alla sína tíð, en hann hélt þó uppi harðri gagnrýni á það sem honum þótti miður fara í framkvæmd stefnunnar. Í minningargrein breska dagblaðsins The Guardian er bent á að það hafi til að mynda verið fjöður í hans hatt að verk hans fengust aldrei útgefin í Sovétríkjunum. Í sömu grein kemur fram að langt er síðan Hobsbawm öðlaðist viðurkenningu hægrisinnaðra kollega fyrir gríðarlegt framlag sitt til sagnfræði. Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði, segir að lífshlaup Hobsbawms og uppruni hafi veitt honum víðara sjónarhorn en flestra engilsaxneskra sagnfræðinga. "Hann ólst fyrstu árin upp á meginlandi Evrópu og öðlaðist þannig tungumálaþekkingu og sjónarhorn sem honum tókst að nýta sér og miðla inn í fræðirit sín." Hobsbawm var barnabarn pólsks gyðings sem flutti til Bretlands. Öll börn hans, þar á meðal faðir Hobsbawms, voru breskir ríkisborgarar. Móðir hans kom úr millistéttarfjölskyldu í Vínarborg og þar ólst hann upp sín fyrstu ár en hann fæddist í Egyptalandi. Þegar hann var 16 ára flutti hann til Berlínar til frænda síns en þá voru báðir foreldrar hans látnir. Þar vaknaði áhugi hans á stjórnmálum og þar varð hann kommúnisti. Hobsbawm lýsti því síðar hvernig það greyptist í minni hans þegar hann á leið heim úr skóla í ársbyrjun 1933 las fyrirsagnir blaða um að Hitler væri kominn til valda. Sama ár fluttist hann til Bretlands og náði þá fyrst að sögn Guardian góðum tökum á ensku. Guðmundur segir að tvennt muni halda nafni Hobsbawms á lofti. Annars vegar framlag hans til þjóðernisrannsókna, bækurnar Invention of Tradition, sem kom út árið 1983 í ritstjórn Hobsbawms, og Nations and Nationalism Since 1780, og hins vegar yfirlitsbækurnar um Evrópusögu frá frönsku byltingunni og til falls múrsins. "Bækur hans voru gríðarlega vel skrifaðar og það má segja að Öld öfganna, sem er líklega hans þekktasta rit, sé einstök að því leyti að hann var sjálfur fórnarlamb og afurð þessarar aldar sem gerir sjónarhorn hans svo einstakt." Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Breski sagnfræðingurinn Eric Hobsbawm lést í gær 95 ára að aldri. Guðmundur Hálfdánarson prófessor í sagnfræði segir að yfirlitsbækur Hobsbawm um 19. og 20. öldina og bækur um þjóðernisrannsóknir standi upp úr á löngum ferli fræðimannsins. Breskir fjölmiðlar fjölluðu allir ítarlega um ævi og verk Erics Hobsbawm í gær enda einn þekktasti sagnfræðingur þarlendra. Hobsbawm var marxisti og kommúnisti alla sína tíð, en hann hélt þó uppi harðri gagnrýni á það sem honum þótti miður fara í framkvæmd stefnunnar. Í minningargrein breska dagblaðsins The Guardian er bent á að það hafi til að mynda verið fjöður í hans hatt að verk hans fengust aldrei útgefin í Sovétríkjunum. Í sömu grein kemur fram að langt er síðan Hobsbawm öðlaðist viðurkenningu hægrisinnaðra kollega fyrir gríðarlegt framlag sitt til sagnfræði. Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði, segir að lífshlaup Hobsbawms og uppruni hafi veitt honum víðara sjónarhorn en flestra engilsaxneskra sagnfræðinga. "Hann ólst fyrstu árin upp á meginlandi Evrópu og öðlaðist þannig tungumálaþekkingu og sjónarhorn sem honum tókst að nýta sér og miðla inn í fræðirit sín." Hobsbawm var barnabarn pólsks gyðings sem flutti til Bretlands. Öll börn hans, þar á meðal faðir Hobsbawms, voru breskir ríkisborgarar. Móðir hans kom úr millistéttarfjölskyldu í Vínarborg og þar ólst hann upp sín fyrstu ár en hann fæddist í Egyptalandi. Þegar hann var 16 ára flutti hann til Berlínar til frænda síns en þá voru báðir foreldrar hans látnir. Þar vaknaði áhugi hans á stjórnmálum og þar varð hann kommúnisti. Hobsbawm lýsti því síðar hvernig það greyptist í minni hans þegar hann á leið heim úr skóla í ársbyrjun 1933 las fyrirsagnir blaða um að Hitler væri kominn til valda. Sama ár fluttist hann til Bretlands og náði þá fyrst að sögn Guardian góðum tökum á ensku. Guðmundur segir að tvennt muni halda nafni Hobsbawms á lofti. Annars vegar framlag hans til þjóðernisrannsókna, bækurnar Invention of Tradition, sem kom út árið 1983 í ritstjórn Hobsbawms, og Nations and Nationalism Since 1780, og hins vegar yfirlitsbækurnar um Evrópusögu frá frönsku byltingunni og til falls múrsins. "Bækur hans voru gríðarlega vel skrifaðar og það má segja að Öld öfganna, sem er líklega hans þekktasta rit, sé einstök að því leyti að hann var sjálfur fórnarlamb og afurð þessarar aldar sem gerir sjónarhorn hans svo einstakt."
Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira