Ísland endaði í 36. sæti á HM í golfi kvenna | Kórea varði titilinn 1. október 2012 11:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. golf.is Íslenska kvennalandsliðið í golfi endaði í 36. sæti á heimsmeistaramóti áhugamanna sem lauk í Tyrklandi um helgina. Suður-Kórea fagnaði heimsmeistaratitlinum og varði þar með titilinn frá því í Argentínu fyrir tveimur árum. Kórea endaði samtals á 13 höggum undir pari, Þýskaland varð í öðru sæti á -10. Finnar og Ástralar deildu þriðja sætinu á -9. Ísland lék samtals á 29 höggum yfir pari. Lydia Ko frá Nýja-Sjálandi lék best allra í einstaklingskeppninni eða á 14 höggum undir pari vallar – samtals 274 högg á 72 holum. Krista Bakker Finnlandi og Camilla Hedberg frá Spáni komu þar á eftir á á 280 höggum eða 8 högg undir pari. Ísland deildi 36. sætinu með Tyrklandi, Rússlandi og Austurríki. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR náði besta árangrinum í íslenska liðinu en hún lék á 8 höggum yfir pari samtals ( 79-70-76-71), Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni lék samtals á 21 höggum yfir pari (77-72-77-79), Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK lék samtals á 28 höggum yfir pari vallar ( 79-80-78-79). Ólafía Þórunn endaði í 54. sæti, Valdís Þóra í 100. sæti og Guðrún Brá Björgvinsdóttir endaði í 112. sæti. Golf Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í golfi endaði í 36. sæti á heimsmeistaramóti áhugamanna sem lauk í Tyrklandi um helgina. Suður-Kórea fagnaði heimsmeistaratitlinum og varði þar með titilinn frá því í Argentínu fyrir tveimur árum. Kórea endaði samtals á 13 höggum undir pari, Þýskaland varð í öðru sæti á -10. Finnar og Ástralar deildu þriðja sætinu á -9. Ísland lék samtals á 29 höggum yfir pari. Lydia Ko frá Nýja-Sjálandi lék best allra í einstaklingskeppninni eða á 14 höggum undir pari vallar – samtals 274 högg á 72 holum. Krista Bakker Finnlandi og Camilla Hedberg frá Spáni komu þar á eftir á á 280 höggum eða 8 högg undir pari. Ísland deildi 36. sætinu með Tyrklandi, Rússlandi og Austurríki. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR náði besta árangrinum í íslenska liðinu en hún lék á 8 höggum yfir pari samtals ( 79-70-76-71), Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni lék samtals á 21 höggum yfir pari (77-72-77-79), Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK lék samtals á 28 höggum yfir pari vallar ( 79-80-78-79). Ólafía Þórunn endaði í 54. sæti, Valdís Þóra í 100. sæti og Guðrún Brá Björgvinsdóttir endaði í 112. sæti.
Golf Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira