Handbolti

Valskonur spila á Spáni í kvöld og á morgun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valskonur fagna vonandi eftir leikina á Spáni.
Valskonur fagna vonandi eftir leikina á Spáni. Mynd/Daníel
Íslands- og bikarmeistarar Vals mæta um helgina spænska liðinu Valencia Aicequip í tveimur leikjum í 2. umferð EHF-bikars kvenna í handbolta.

Valsmenn seldu heimavallarréttinn til Spánar og spila því báða leiki sína úti á Spáni. Fyrri leikurinn fer fram klukkan 17.30 í kvöld og sá seinni á sama stað klukkan 16.00 á morgun. Leikurinn í kvöld telst vera heimaleikur spænska liðsins.

Valsliðið hefur unnið alla leiki sína til þessa á tímabilinu og liðið er einnig handhafi allra bikara í íslenskum kvennahandbolta. Valskonur tóku síðast þátt í Evrópukeppninni tímabilið 2010-11 en duttu þá út fyrir þýska liðinu VfL Oldenburg í 2. umferð.

Valencia Aicequip er eins og er í 6. sæti í spænsku deildinni eftir fimm leiki. Liðið vann þrjá fyrstu leiki sína en hefur þurft að sætta við tap í síðustu tveimur umferðum.

Valencia Aicequip fór í sextán liða úrslitin í Evrópukeppni bikarhafa í fyrra en liðið spilað þá undir merkjum BM. Mar Sagunto.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×