Veiðin í Affallinu orðin betri en í fyrra Trausti Hafliðason skrifar 19. október 2012 12:24 Veitt á veiðistað númer 5 í Affallinu. Mynd / Trausti Hafliðason Enn er að reitast upp lax í hafbeitaránum á Suðurlandi. Alls veiddust 89 laxar í Rangánum, Affallinu og Þverá. Laxveiði er enn stunduð í fjórum ám á landinu eða Ytri-Rangá, Eystri-Rangá, Affallinu í Landeyjum og Þverá í Fljótshlíð. Allt eru þetta hafbeitarár. Alls veiddust 35 laxar í Ytri-Rangá vikuna 10. til 17. október að því er fram kemur á vef Landssambands veiðifélaga - angling.is. Veiðin var því nokkuð minni en vikuna þar á undan þegar 60 laxar komu á land. Í heildina hafa veiðst 4.347 laxar í ánni en veitt er út mánuðinn. Í fyrra veiddust 4.961 lax í Ytri-Rangá. Líkt og í Ytri-Rangá var vikan bara nokkuð góð í Eystri-Rangá miðað við árstíma en mjög kalt hefur verið undanfarna daga, næturfrost og aðeins nokkurra stiga hiti á daginn. Á land komu 43 laxar sem er mjög svipað og vikuna á undan þegar 47 laxar veiddust. Alls hafa nú veiðst 2.970 laxar í Eystri Rangá. Níu laxar veiddust í Affallinu í vikunni og er heildarveiðin þar með orðin meiri en hún var í fyrra. Það verður að teljast til tíðinda þar sem langflestar ár, líklega yfir 90 prósenta þeirra, skiluðu langtum lélegri veiði í ár en í fyrra. Nú hafa sem sagt veiðst 478 laxar í Affallinu en í fyrra komu 476 á land. Tveir laxar veiddust í Þverá í Fljóthlíð í vikunni og er heildarveiðin komin í 275 laxa samanborið við 119 í fyrra.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði 16 laxar komnir úr Elliðaánum Veiði Fín veðurspá fyrir vatnaveiðina um helgina Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði Skemmtilegur tími framundan í Varmá Veiði
Enn er að reitast upp lax í hafbeitaránum á Suðurlandi. Alls veiddust 89 laxar í Rangánum, Affallinu og Þverá. Laxveiði er enn stunduð í fjórum ám á landinu eða Ytri-Rangá, Eystri-Rangá, Affallinu í Landeyjum og Þverá í Fljótshlíð. Allt eru þetta hafbeitarár. Alls veiddust 35 laxar í Ytri-Rangá vikuna 10. til 17. október að því er fram kemur á vef Landssambands veiðifélaga - angling.is. Veiðin var því nokkuð minni en vikuna þar á undan þegar 60 laxar komu á land. Í heildina hafa veiðst 4.347 laxar í ánni en veitt er út mánuðinn. Í fyrra veiddust 4.961 lax í Ytri-Rangá. Líkt og í Ytri-Rangá var vikan bara nokkuð góð í Eystri-Rangá miðað við árstíma en mjög kalt hefur verið undanfarna daga, næturfrost og aðeins nokkurra stiga hiti á daginn. Á land komu 43 laxar sem er mjög svipað og vikuna á undan þegar 47 laxar veiddust. Alls hafa nú veiðst 2.970 laxar í Eystri Rangá. Níu laxar veiddust í Affallinu í vikunni og er heildarveiðin þar með orðin meiri en hún var í fyrra. Það verður að teljast til tíðinda þar sem langflestar ár, líklega yfir 90 prósenta þeirra, skiluðu langtum lélegri veiði í ár en í fyrra. Nú hafa sem sagt veiðst 478 laxar í Affallinu en í fyrra komu 476 á land. Tveir laxar veiddust í Þverá í Fljóthlíð í vikunni og er heildarveiðin komin í 275 laxa samanborið við 119 í fyrra.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði 16 laxar komnir úr Elliðaánum Veiði Fín veðurspá fyrir vatnaveiðina um helgina Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði Skemmtilegur tími framundan í Varmá Veiði