Þeir voru hver öðrum glæsilegri brúðarkjólarnir á sýningu Douglas Hannant.
Nú ríkja brúðardagar í tískuborginni New York þar sem nýjasta brúðartískan er sýnd ásamt fleiru sem við kemur stóra deginum.
Hönnuðurinn Douglas Hannant er einn þeirra hönnuða sem hélt glæsilega brúðarkjólasýningu á Plaza hótelinu um helgina og hlaut hann mikið lof fyrir enda var hún vel heppnuð í alla staði.