Jonas Blixt fagnaði sínum fyrsta sigri á PGA mótaröðinni 15. október 2012 11:00 Jonas Blixt fékk 110 milljónir kr. fyrir sigurinn á frys.com meistaramótinu. AP Sænski kylfingurinn Jonas Blixt landaði sínum fyrsta sigri á bandarísku PGA mótaröðinni í golfi í gærkvöld. Hinn 28 ára gamli Blixt stóð uppi sem sigurvegari á Frys.com meistaramótinu þar sem hann lék samtals á 16 höggum undir pari en hann er þriðji nýliðinn á mótaröðinni sem vinnur PGA mót á þessu tímabili. Með sigrinum tryggði Blixt sér keppnisrétt á PGA mótaröðinni út keppnistímabilið 2014 og hann fékk að auki 110 milljónir kr. í verðlaunafé fyrir sigurinn. Tim Petrovic gerði atlögu efsta sætinu á lokahringnum en Bandaríkjamaðurinn lék á 64 höggum og endaði á 15 höggum undir par i líkt og landi hans Jason Kokrak. Blixt var að leika á sínu 19. PGA móti á ferlinum en hann endaði í þriðja sæti í síðustu viku á móti sem fram fór í Las Vegas og var það besti árangur hans þart til í gær. Blixt hefur „önglað" saman um 230 milljónum kr. í verðlaunafé á þessu tímabili og er hann í 35. sæti á peningalistanum á PGA mótaröðinni. Það eru aðeins tvö mót eftir á tímabilinu á PGA mótaröðinni og á þeim mótum ræðst hvaða 125 kylfingar ná að halda keppnisrétti sínum á mótaröðinni á næsta ári. ´Staðan á peningalistanum: Golf Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Sænski kylfingurinn Jonas Blixt landaði sínum fyrsta sigri á bandarísku PGA mótaröðinni í golfi í gærkvöld. Hinn 28 ára gamli Blixt stóð uppi sem sigurvegari á Frys.com meistaramótinu þar sem hann lék samtals á 16 höggum undir pari en hann er þriðji nýliðinn á mótaröðinni sem vinnur PGA mót á þessu tímabili. Með sigrinum tryggði Blixt sér keppnisrétt á PGA mótaröðinni út keppnistímabilið 2014 og hann fékk að auki 110 milljónir kr. í verðlaunafé fyrir sigurinn. Tim Petrovic gerði atlögu efsta sætinu á lokahringnum en Bandaríkjamaðurinn lék á 64 höggum og endaði á 15 höggum undir par i líkt og landi hans Jason Kokrak. Blixt var að leika á sínu 19. PGA móti á ferlinum en hann endaði í þriðja sæti í síðustu viku á móti sem fram fór í Las Vegas og var það besti árangur hans þart til í gær. Blixt hefur „önglað" saman um 230 milljónum kr. í verðlaunafé á þessu tímabili og er hann í 35. sæti á peningalistanum á PGA mótaröðinni. Það eru aðeins tvö mót eftir á tímabilinu á PGA mótaröðinni og á þeim mótum ræðst hvaða 125 kylfingar ná að halda keppnisrétti sínum á mótaröðinni á næsta ári. ´Staðan á peningalistanum:
Golf Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira