Svíar hrifnir af íslenskri hönnun 15. október 2012 10:50 Linda segir marga Svía hafa áhuga á íslenskri hönnun en erfitt sé að nálgast hana þarlendis. mynd/úr einkasafni "Ég er rétt nýbyrjuð að auglýsa eftir samstarfsaðilum á Facebook og það eru þegar 14 manns búnir að setja sig í samband við mig," segir Linda Hauksdóttir Stenström, sem hyggst setja upp síðu með íslenskri hönnun í Svíþjóð. Linda segist hafa orðið mikið vör við það að Svíar hafi áhuga á íslenskri hönnun. Þeir eigi þó oft erfitt með að nálgast hana og fékk Linda því hugmyndina að síðunni. Undirbúningurinn er enn á byrjunarstigi og engir samningar hafa verið gerðir en Linda vonast þó til að geta opnað síðuna eftir þrjá til fjóra mánuði. "Ég hef líka verið í sambandi við búðir hérna úti og margar þeirra hafa sýnt því áhuga að taka íslenska hönnun í sölu hjá sér. Í framhaldinu vonast ég því til að geta annast umboðssölu fyrir íslenska hönnuði," segir hún. Sjálf hefur hún búið í Svíþjóð mestalla ævi, en á íslenska fjölskyldu í báðar ættir. Hún starfar í auglýsingabransanum þar ytra og þekkir því vel inn á markaðinn. "Ég vonast til að síðan verði bara nógu fjölbreytt og með alla flóru hönnunar. Nú þegar er ég komin með fatahönnuði, skóhönnuði, listamenn og ljósmyndara í hóp væntanlegra samstarfsaðila, svo þetta lítur vel út enn sem komið er," segir hún og bætir við að hún taki vel á móti öllum íslenskum hönnuðum sem hafi áhuga á að selja sína vöru í gegnum síðuna. - trs Mest lesið Sonur Rögnu og Árna fæddur Lífið Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Bíó og sjónvarp Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Bíó og sjónvarp Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Lífið Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lífið Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Lífið Rúrik mætti með kærustuna í brúðkaupið Lífið Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Lífið Vægar viðreynslur en engir pervertar Lífið Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Lífið Fleiri fréttir Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Fegin að hafa valið flottasta kjólinn fyrir óvænta trúlofun Enginn til ama á hátíðinni Steldu stílnum af Birgittu Líf á frönsku rívíerunni Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Þau allra nettustu á Met Gala Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Sjá meira
"Ég er rétt nýbyrjuð að auglýsa eftir samstarfsaðilum á Facebook og það eru þegar 14 manns búnir að setja sig í samband við mig," segir Linda Hauksdóttir Stenström, sem hyggst setja upp síðu með íslenskri hönnun í Svíþjóð. Linda segist hafa orðið mikið vör við það að Svíar hafi áhuga á íslenskri hönnun. Þeir eigi þó oft erfitt með að nálgast hana og fékk Linda því hugmyndina að síðunni. Undirbúningurinn er enn á byrjunarstigi og engir samningar hafa verið gerðir en Linda vonast þó til að geta opnað síðuna eftir þrjá til fjóra mánuði. "Ég hef líka verið í sambandi við búðir hérna úti og margar þeirra hafa sýnt því áhuga að taka íslenska hönnun í sölu hjá sér. Í framhaldinu vonast ég því til að geta annast umboðssölu fyrir íslenska hönnuði," segir hún. Sjálf hefur hún búið í Svíþjóð mestalla ævi, en á íslenska fjölskyldu í báðar ættir. Hún starfar í auglýsingabransanum þar ytra og þekkir því vel inn á markaðinn. "Ég vonast til að síðan verði bara nógu fjölbreytt og með alla flóru hönnunar. Nú þegar er ég komin með fatahönnuði, skóhönnuði, listamenn og ljósmyndara í hóp væntanlegra samstarfsaðila, svo þetta lítur vel út enn sem komið er," segir hún og bætir við að hún taki vel á móti öllum íslenskum hönnuðum sem hafi áhuga á að selja sína vöru í gegnum síðuna. - trs
Mest lesið Sonur Rögnu og Árna fæddur Lífið Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Bíó og sjónvarp Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Bíó og sjónvarp Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Lífið Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lífið Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Lífið Rúrik mætti með kærustuna í brúðkaupið Lífið Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Lífið Vægar viðreynslur en engir pervertar Lífið Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Lífið Fleiri fréttir Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Fegin að hafa valið flottasta kjólinn fyrir óvænta trúlofun Enginn til ama á hátíðinni Steldu stílnum af Birgittu Líf á frönsku rívíerunni Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Þau allra nettustu á Met Gala Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Sjá meira