Höfum misst stjórn á refastofninum Kristján Hjálmarsson skrifar 14. október 2012 18:21 Elvar Árni Lund, formaður Skotveiðifélags Íslands. "Það er misjafnt hvað menn segja með gæsaveiðina í ár. Sumir bera sig vel en aðrir ekki. Í heildina held ég samt að gæsaveiðin hafi verið nokkuð góð en þetta kuldaskot sem gerði í byrjun september hafði þó töluverð áhrif," segir Elvar Árni Lund, formaður Skotveiðifélags Íslands (Skotvís). Að sögn Elvars Árna hefur aðallega sést af gæs á Norðurlandi eftir kuldatíðina í september enda hafi allt hálendið þar verið þakið snjó. "Gæsin virðist hafa látið sig hverfa á stóru svæði en hefur sennilega fært sig sunnar. Ég efast um að hún sé farin af landi brott. Menn bera sig allavega vel fyrir sunnan." Gæsaveiðar á Íslandi standa jafnvel út nóvember ef veðráttan er sæmileg en þá aðallega sunnanlands. "Tilkoma kornakra fyrir sunnan hefur breytt miklu fyrir gæsaveiðimenn. Gæsirnar hafa nú meira aðgengi að ræktuðu landi og þar er meira æti að finna," segir Elvar Árni. Bændur hafa leigt skotveiðimönnum tún til gæsaveiða en þó þeir geti haft ágætis tekjur af því getur gæsin verið heilmikill skaðvaldur, sérstaklega á vorin. "Hún fer mjög illa með tún og er sérstaklega aðgangshörð á kornökrum. Álftir og gæsir eru skelfileg samsetning því álftin treður túnin niður og svo kemur gæsin á eftir. Þetta getur valdið bændum miklum búsifjum," segir Elvar Árni. Rjúpnaveiðin hefst í lok mánaðar. Samkvæmt ákvörðun umhverfisráðherra verður heimilt að skjóta rjúpu í níu daga líkt og haustið 2011 og dreifist veiðitímabilið á fjórar helgar. Að sögn Elvars Árna eru skotveiðimenn ánægðir með að ráðherra skuli hafa tekið ákvörðun svona fljótt. Engu að síður telja þeir að margt megi betur fara. "Veiðidögum var fækkað úr átján niður í níu fyrir nokkrum árum. Við teljum engu að síður að það sé alveg jafn mikið veitt nú og þá. Það eru bara fleiri í einu að veiða og álagið á stofninn alveg jafn mikið. Þegar veiðitímabilið stóð lengur yfir voru menn ekki að fara í misjöfnum veðrum. Nú fara menn upp á hálendi í vondu veðri og þá getur skapast hætta," segir Elvar Árni. "Við erum samt ánægðir með að veiðar séu enn leyfðar. Okkur finnst samt sem veiðistjórnun á rjúpu sé úrelt fyrirkomulag og vonum að nýtt kerfi verði tekið upp. Við teljum það úrelt kerfi að ráðherra skuli taka ákvörðun um þetta í stað þess að sérfræðingar hjá Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun fari með ákvörðunarvaldið. Nú eru þeir bara til ráðgjafar fyrir ráðherra. Á endanum verður þetta alltaf pólitísk ákvörðun sem ráðherra fer með, sem er mjög sérstakt þegar taka þarf ákvörðun um veiðar á villtum fugli. Það væri betra ef þetta væri bara eins og gæsaveiðarnar sem eru bara í föstum skorðum og ekki verið að hrófla við þeim ár frá ári." Elvar Árni segir að stofnstærðarlíkanið sem miðað sé við geri of mikið úr áhrifum veiða á stofn rjúpunnar. "Það eru fyrst og fremst veðurfarsleg áhrif og afrán annarra dýra sem hafa áhrif, svo sem refa, minka og ránfugla. Þetta hefur heilmikil áhrif og að okkar mati meiri áhrif en líkanið gerir ráð fyrir. Við höfum verið að vinna í því að fá Náttúrufræðistofnun til að skoða fleiri þætti en það sem hefur áhrif þar er fyrst og fremst skortur á fé til rannsókna. Við teljum að hægt sé að stjórna þessum veiðum betur og það er örugglega hægt að styrkja stofninn með meiri veiðum á ref. Refurinn étur mjög mikið. Við höfum alveg misst stjórn á refastofninum." Stangveiði Mest lesið Mest sótt um Elliðaárnar Veiði Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Góðar göngur í Varmá Veiði Formaður úti í kuldanum: Ófétið hafnaði mér! Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Hafna fullyrðingum um riftun samnings í Eldvatni Veiði
"Það er misjafnt hvað menn segja með gæsaveiðina í ár. Sumir bera sig vel en aðrir ekki. Í heildina held ég samt að gæsaveiðin hafi verið nokkuð góð en þetta kuldaskot sem gerði í byrjun september hafði þó töluverð áhrif," segir Elvar Árni Lund, formaður Skotveiðifélags Íslands (Skotvís). Að sögn Elvars Árna hefur aðallega sést af gæs á Norðurlandi eftir kuldatíðina í september enda hafi allt hálendið þar verið þakið snjó. "Gæsin virðist hafa látið sig hverfa á stóru svæði en hefur sennilega fært sig sunnar. Ég efast um að hún sé farin af landi brott. Menn bera sig allavega vel fyrir sunnan." Gæsaveiðar á Íslandi standa jafnvel út nóvember ef veðráttan er sæmileg en þá aðallega sunnanlands. "Tilkoma kornakra fyrir sunnan hefur breytt miklu fyrir gæsaveiðimenn. Gæsirnar hafa nú meira aðgengi að ræktuðu landi og þar er meira æti að finna," segir Elvar Árni. Bændur hafa leigt skotveiðimönnum tún til gæsaveiða en þó þeir geti haft ágætis tekjur af því getur gæsin verið heilmikill skaðvaldur, sérstaklega á vorin. "Hún fer mjög illa með tún og er sérstaklega aðgangshörð á kornökrum. Álftir og gæsir eru skelfileg samsetning því álftin treður túnin niður og svo kemur gæsin á eftir. Þetta getur valdið bændum miklum búsifjum," segir Elvar Árni. Rjúpnaveiðin hefst í lok mánaðar. Samkvæmt ákvörðun umhverfisráðherra verður heimilt að skjóta rjúpu í níu daga líkt og haustið 2011 og dreifist veiðitímabilið á fjórar helgar. Að sögn Elvars Árna eru skotveiðimenn ánægðir með að ráðherra skuli hafa tekið ákvörðun svona fljótt. Engu að síður telja þeir að margt megi betur fara. "Veiðidögum var fækkað úr átján niður í níu fyrir nokkrum árum. Við teljum engu að síður að það sé alveg jafn mikið veitt nú og þá. Það eru bara fleiri í einu að veiða og álagið á stofninn alveg jafn mikið. Þegar veiðitímabilið stóð lengur yfir voru menn ekki að fara í misjöfnum veðrum. Nú fara menn upp á hálendi í vondu veðri og þá getur skapast hætta," segir Elvar Árni. "Við erum samt ánægðir með að veiðar séu enn leyfðar. Okkur finnst samt sem veiðistjórnun á rjúpu sé úrelt fyrirkomulag og vonum að nýtt kerfi verði tekið upp. Við teljum það úrelt kerfi að ráðherra skuli taka ákvörðun um þetta í stað þess að sérfræðingar hjá Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun fari með ákvörðunarvaldið. Nú eru þeir bara til ráðgjafar fyrir ráðherra. Á endanum verður þetta alltaf pólitísk ákvörðun sem ráðherra fer með, sem er mjög sérstakt þegar taka þarf ákvörðun um veiðar á villtum fugli. Það væri betra ef þetta væri bara eins og gæsaveiðarnar sem eru bara í föstum skorðum og ekki verið að hrófla við þeim ár frá ári." Elvar Árni segir að stofnstærðarlíkanið sem miðað sé við geri of mikið úr áhrifum veiða á stofn rjúpunnar. "Það eru fyrst og fremst veðurfarsleg áhrif og afrán annarra dýra sem hafa áhrif, svo sem refa, minka og ránfugla. Þetta hefur heilmikil áhrif og að okkar mati meiri áhrif en líkanið gerir ráð fyrir. Við höfum verið að vinna í því að fá Náttúrufræðistofnun til að skoða fleiri þætti en það sem hefur áhrif þar er fyrst og fremst skortur á fé til rannsókna. Við teljum að hægt sé að stjórna þessum veiðum betur og það er örugglega hægt að styrkja stofninn með meiri veiðum á ref. Refurinn étur mjög mikið. Við höfum alveg misst stjórn á refastofninum."
Stangveiði Mest lesið Mest sótt um Elliðaárnar Veiði Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Góðar göngur í Varmá Veiði Formaður úti í kuldanum: Ófétið hafnaði mér! Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Hafna fullyrðingum um riftun samnings í Eldvatni Veiði