Mo Yan hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels 12. október 2012 11:04 Kínverski höfundurinn var sigurstranglegur í ár að mati veðbanka. Dómnefndin veitti honum verðlaun fyrir „Ofskynjunarkennt raunsæi sem bræðir saman þjóðsögur, fortíð og samtíð“. Fræðingum ber ekki saman um hvernig beri að lýsa skáldskap Kínverjans Mo Yan, sem hlaut í gær bókmenntaverðlaun Nóbels. Sumir hafa lýst honum sem svari Kína við Franz Kafka eða Joseph Heller en á vefsíðu breska dagblaðsins Guardian í gær var honum líkt við Kólumbíumanninn Gabriel Garcia Marquez og bandaríska höfundinn Thomas Pynchon. Mo Yan er tiltölulega óþekkt nafn á Vesturlöndum en hefur engu að síður verið ofarlega á listum veðbanka yfir þá sem eru líklegastir til að hreppa Nóbelsverðlaunin. Hann er fæddur í Kína árið 1955. Að sögn tímaritsins Time er hann í hópi þeirra höfunda hvers verk hafa verið einna oftast bönnuð í Kína en samt sem áður náð að vekja athygli. Mo Yan er reyndar höfundarnafn og merkir "ekki tala", en réttu nafni heitir hann Guan Moye. Mo Yan hefur skrifað tugi skáldsagna og smásagnakvera frá því að fyrsta bók hans kom út árið 1981. Þá nýjustu kveðst hann hafa skrifað á aðeins 43 dögum. Nokkrar bóka hans hafa verið þýddar á ensku. Þekktust er líklega Red Sorghum sem samnefnd kvikmynd var gerð eftir árið 1987. Í umsögn dómnefndar kom fram að hann hljóti Nóbelsverðlaunin fyrir "ofskynjunarkennt raunsæi sem bræði saman þjóðsögur, fortíð og samtíð". Eftir því sem næst verður komist hafa verk hans ekki verið þýdd á íslensku, en enskar þýðingar á verkum hans má finna á bókasöfnum. Menning Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Fræðingum ber ekki saman um hvernig beri að lýsa skáldskap Kínverjans Mo Yan, sem hlaut í gær bókmenntaverðlaun Nóbels. Sumir hafa lýst honum sem svari Kína við Franz Kafka eða Joseph Heller en á vefsíðu breska dagblaðsins Guardian í gær var honum líkt við Kólumbíumanninn Gabriel Garcia Marquez og bandaríska höfundinn Thomas Pynchon. Mo Yan er tiltölulega óþekkt nafn á Vesturlöndum en hefur engu að síður verið ofarlega á listum veðbanka yfir þá sem eru líklegastir til að hreppa Nóbelsverðlaunin. Hann er fæddur í Kína árið 1955. Að sögn tímaritsins Time er hann í hópi þeirra höfunda hvers verk hafa verið einna oftast bönnuð í Kína en samt sem áður náð að vekja athygli. Mo Yan er reyndar höfundarnafn og merkir "ekki tala", en réttu nafni heitir hann Guan Moye. Mo Yan hefur skrifað tugi skáldsagna og smásagnakvera frá því að fyrsta bók hans kom út árið 1981. Þá nýjustu kveðst hann hafa skrifað á aðeins 43 dögum. Nokkrar bóka hans hafa verið þýddar á ensku. Þekktust er líklega Red Sorghum sem samnefnd kvikmynd var gerð eftir árið 1987. Í umsögn dómnefndar kom fram að hann hljóti Nóbelsverðlaunin fyrir "ofskynjunarkennt raunsæi sem bræði saman þjóðsögur, fortíð og samtíð". Eftir því sem næst verður komist hafa verk hans ekki verið þýdd á íslensku, en enskar þýðingar á verkum hans má finna á bókasöfnum.
Menning Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira