Skyggnst inn í heim prestsins 12. október 2012 09:52 Sóknarpresturinn Kristinn Ágúst Friðfinnsson í nýju heimildarmyndinni. Heimildarmyndin Hreint hjarta verður frumsýnd í Bíói Paradís og Sambíóunum Selfossi í kvöld. Myndin, sem hlaut áhorfendaverðlaunin á Skjaldborgarhátíðinni, fjallar um Kristin Ágúst Friðfinnsson, sóknarprest á Selfossi. "Ég kannaðist aðeins við hann því ég er ættaður úr þessari sveit, Flóanum, þar sem hann hefur starfað í tuttugu ár. Mér hefur alltaf fundist hann áhugaverður karakter," segir leikstjórinn Grímur Hákonarson um tilurð myndarinnar. "Ég bar þetta undir hann hvort ég mætti fylgja honum eftir í hans störfum. Á sama tíma stóð hann í smá ströggli innan kirkjunnar. Ég hafði líka áhuga á að skyggnast inn í þennan heim prestsins sem fólk fær sjaldan að vita um. Prestar eru að vinna með fólki í sálgæslu og þeir gera fleira sem ekki er mikið talað um eins og að fara í hús og kveða niður drauga." Grímur hefur gert fjölda stutt- og heimildarmynda og eina kvikmynd í fullri lengd, Sumarlandið, sem kom út 2010. Hann gerði einnig stuttmyndina Bræðrabyltu sem vann til 25 alþjóðlegra verðlauna. Hreint hjarta er þriðja heimildarmyndin um presta sem kemur út á skömmum tíma. Jón og séra Jón fékk Skjaldborgarverðlaunin í fyrra og árið 2010 var á sömu hátíð sýnd prestamyndin Liljur vallarins. - fb Menning Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Heimildarmyndin Hreint hjarta verður frumsýnd í Bíói Paradís og Sambíóunum Selfossi í kvöld. Myndin, sem hlaut áhorfendaverðlaunin á Skjaldborgarhátíðinni, fjallar um Kristin Ágúst Friðfinnsson, sóknarprest á Selfossi. "Ég kannaðist aðeins við hann því ég er ættaður úr þessari sveit, Flóanum, þar sem hann hefur starfað í tuttugu ár. Mér hefur alltaf fundist hann áhugaverður karakter," segir leikstjórinn Grímur Hákonarson um tilurð myndarinnar. "Ég bar þetta undir hann hvort ég mætti fylgja honum eftir í hans störfum. Á sama tíma stóð hann í smá ströggli innan kirkjunnar. Ég hafði líka áhuga á að skyggnast inn í þennan heim prestsins sem fólk fær sjaldan að vita um. Prestar eru að vinna með fólki í sálgæslu og þeir gera fleira sem ekki er mikið talað um eins og að fara í hús og kveða niður drauga." Grímur hefur gert fjölda stutt- og heimildarmynda og eina kvikmynd í fullri lengd, Sumarlandið, sem kom út 2010. Hann gerði einnig stuttmyndina Bræðrabyltu sem vann til 25 alþjóðlegra verðlauna. Hreint hjarta er þriðja heimildarmyndin um presta sem kemur út á skömmum tíma. Jón og séra Jón fékk Skjaldborgarverðlaunin í fyrra og árið 2010 var á sömu hátíð sýnd prestamyndin Liljur vallarins. - fb
Menning Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira