"Aðeins Íslendingar nógu brjálaðir fyrir svona verkefni“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 11. október 2012 16:18 Hugmyndir íslenska tölvuleikjaframleiðandans CCP um nýjasta leik sinn, DUST 14, eru sannarlega stórhuga. CCP hefur nú þegar sett saman fimm ára áætlun um tölvuleikinn en fyrirtækið vonast til að reka leikinn í 20 ár. John Lander, framleiðandi EVE Online og DUST 514, upplýsti um fyrirætlanir CCP í samtali við fréttasíðuna GamesIndustry.biz í dag. DUST 514 er fyrstu persónu skotleikur sem gerist í sama söguheimi og EVE Online. Spilarar leikjanna munu því geta haft samskipti og aðstoðað hvorn annan. Leikurinn verður aðeins fáanlegur á PlayStation 3 leikjatölvunni og það spilurum að kostnaðarlausu. PlayStation 3 er sannarlega komin til ára sinn og því hafa margir furðað sig á því að Sony og CCP hafi ákveðið að ráðast í svo metnaðarfullt verkefni þegar ný leikjatölva er á næsta leiti.Úr DUST 514.mynd/CCPLander sagði að DUST 514 væri ekki aðeins hugsaður sem tölvuleikur fyrir PlayStation 3. Notendur munu geta spilað leikinn á leikjatölvum Sony næstu fimm árin hið minnsta. Þá hafi CCP viðrað hugmyndir um að þjónusta spilara DUST 514 næstu tuttugu árin. „Við höfum unnið að útgáfu DUST 514 í samstarfi við Sony," sagði Lander. „Markmið okkar er að gefa leikinn út á PlayStation 3. En við ætlum okkur að viðhalda leiknum í mörg, mörg ár." Þá sagði Lander að DUST 514 væri væntanlegur seinna á þessu ári. DUST 514 þykir afar metnaðarfullt verkefni, þá sérstaklega fyrir þær sakir að spilarar á PC-tölvum og leikjatölvum geta nú í fyrsta skipti haft samskipti sín á milli. „Ég veit ekki til þess að nokkur annar hópur af fólki en Íslendingar væri nógu brjálaður til að leggjast í svo metnaðarfullt verkefni," sagði Lander. „En ef þú hefur einhvern tíma búið á Íslandi yfir vetrartímann, þá veistu að Íslendingar geta í raun gert hvað sem er... bókstaflega hvað sem er." Leikjavísir Mest lesið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Lífið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
Hugmyndir íslenska tölvuleikjaframleiðandans CCP um nýjasta leik sinn, DUST 14, eru sannarlega stórhuga. CCP hefur nú þegar sett saman fimm ára áætlun um tölvuleikinn en fyrirtækið vonast til að reka leikinn í 20 ár. John Lander, framleiðandi EVE Online og DUST 514, upplýsti um fyrirætlanir CCP í samtali við fréttasíðuna GamesIndustry.biz í dag. DUST 514 er fyrstu persónu skotleikur sem gerist í sama söguheimi og EVE Online. Spilarar leikjanna munu því geta haft samskipti og aðstoðað hvorn annan. Leikurinn verður aðeins fáanlegur á PlayStation 3 leikjatölvunni og það spilurum að kostnaðarlausu. PlayStation 3 er sannarlega komin til ára sinn og því hafa margir furðað sig á því að Sony og CCP hafi ákveðið að ráðast í svo metnaðarfullt verkefni þegar ný leikjatölva er á næsta leiti.Úr DUST 514.mynd/CCPLander sagði að DUST 514 væri ekki aðeins hugsaður sem tölvuleikur fyrir PlayStation 3. Notendur munu geta spilað leikinn á leikjatölvum Sony næstu fimm árin hið minnsta. Þá hafi CCP viðrað hugmyndir um að þjónusta spilara DUST 514 næstu tuttugu árin. „Við höfum unnið að útgáfu DUST 514 í samstarfi við Sony," sagði Lander. „Markmið okkar er að gefa leikinn út á PlayStation 3. En við ætlum okkur að viðhalda leiknum í mörg, mörg ár." Þá sagði Lander að DUST 514 væri væntanlegur seinna á þessu ári. DUST 514 þykir afar metnaðarfullt verkefni, þá sérstaklega fyrir þær sakir að spilarar á PC-tölvum og leikjatölvum geta nú í fyrsta skipti haft samskipti sín á milli. „Ég veit ekki til þess að nokkur annar hópur af fólki en Íslendingar væri nógu brjálaður til að leggjast í svo metnaðarfullt verkefni," sagði Lander. „En ef þú hefur einhvern tíma búið á Íslandi yfir vetrartímann, þá veistu að Íslendingar geta í raun gert hvað sem er... bókstaflega hvað sem er."
Leikjavísir Mest lesið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Lífið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira