Seldist upp á fyrstu sýningu Ungleiks á þremur dögum Álfrún Pálsdóttir skrifar 8. október 2012 08:00 Þeir Stefán, Hávarr og Guðbrandur eru hugmyndasmiðir Ungleiks og vonast til að verkefnið festi sig í sessi líkt og Músíktilraunir. Mynd/Valli „Miðað við áhugann er þetta nokkuð sem vantaði," segir hinn nítján ára gamli Stefán Ingvar Vigfússon. Hann á heiðurinn að verkefninu Ungleik ásamt félögum sínum, þeim Guðbrandi Loka Rúnarssyni og Hávarri Hermóðssyni. Ungleikur er nýstofnaður leikhópur ungs fólks þar sem leikskáldum og leikurum á aldrinum 16 til 25 ára gefst kostur á að koma list sinni á framfæri. Opnunarkvöldið er 6. nóvember næstkomandi í Borgarleikhúsinu og sýna þar 24 leikarar tólf stutt leikverk ungra leikskálda. Miðarnir á opnunarkvöldið seldust upp á þremur dögum og ríkir því mikill áhugi á verkefninu. Stefán fékk hugmyndina að Ungleik þegar hann var í fríi í Austurríki, en sjálfur er hann leikskáld og leikari. Hann fékk þá Guðbrand Loka og Hávarr til liðs við sig, en félagarnir hafa allir verið viðloðandi leiklist á ýmsum vígstöðvum. Þeir hafa mikinn metnað fyrir verkefninu og vona að það nái að festa sig í sessi. „Framtíðarplanið er að Ungleikur verði eins konar hliðstæða við Músíktilraunir þar sem ungt áhugaleiklistarfólk getur sýnt vinnu sína fyrir almenning," segir Stefán og bætir við að hingað til hafi fátt verið í boði fyrir unga leikara og sérstaklega leikskáld. „Fyrst og fremst eru leikhópar skólafélaganna og einstaka hlutverk í bíómyndum í boði fyrir leikara. Það er nánast ekkert fyrir ung leikskáld nema kannski að fá efni eftir sig birt í skólablöðunum." Leikhópurinn á í samstarfi við hátíðina Unglist og Borgarleikhúsið, sem lánar hópnum minni sal leikhússins fyrir opnunarkvöldið. Fyrirhugað er að sýna verkin í framhaldinu í samstarfi við sjálfstæðu leikhúsin. Fyrsta æfing Ungleiks er í dag en strákarnir hafa setið sveittir undanfarna daga við að koma öllu heim og saman. „Það hefur verið mikið púsluspil að finna gott æfingaplan fyrir alla. Nú er leiðindavinnan búin og bara skemmtilegheit fram undan. Það er okkar von að þetta verkefni stuðli að meiri grósku í íslensku leikhúslífi og hvetji ungt fólk til að byrja að skrifa leikrit."Útvaldir í dómnefnd Hávarr, Stefán og Guðbrandur Loki fengu vel valda einstaklinga úr leikhúslífinu til að aðstoða sig við að velja leikverk og leikara fyrir Ungleik. Dómnefnd leikskálda skipuðu þau Andri Snær Magnason, Rúnar Guðbrandsson og Lilja Sigurðardóttir. Dómnefnd leikara skipuðu Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Árni Pétur Guðjónsson og Marteinn Þórsson. Menning Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Miðað við áhugann er þetta nokkuð sem vantaði," segir hinn nítján ára gamli Stefán Ingvar Vigfússon. Hann á heiðurinn að verkefninu Ungleik ásamt félögum sínum, þeim Guðbrandi Loka Rúnarssyni og Hávarri Hermóðssyni. Ungleikur er nýstofnaður leikhópur ungs fólks þar sem leikskáldum og leikurum á aldrinum 16 til 25 ára gefst kostur á að koma list sinni á framfæri. Opnunarkvöldið er 6. nóvember næstkomandi í Borgarleikhúsinu og sýna þar 24 leikarar tólf stutt leikverk ungra leikskálda. Miðarnir á opnunarkvöldið seldust upp á þremur dögum og ríkir því mikill áhugi á verkefninu. Stefán fékk hugmyndina að Ungleik þegar hann var í fríi í Austurríki, en sjálfur er hann leikskáld og leikari. Hann fékk þá Guðbrand Loka og Hávarr til liðs við sig, en félagarnir hafa allir verið viðloðandi leiklist á ýmsum vígstöðvum. Þeir hafa mikinn metnað fyrir verkefninu og vona að það nái að festa sig í sessi. „Framtíðarplanið er að Ungleikur verði eins konar hliðstæða við Músíktilraunir þar sem ungt áhugaleiklistarfólk getur sýnt vinnu sína fyrir almenning," segir Stefán og bætir við að hingað til hafi fátt verið í boði fyrir unga leikara og sérstaklega leikskáld. „Fyrst og fremst eru leikhópar skólafélaganna og einstaka hlutverk í bíómyndum í boði fyrir leikara. Það er nánast ekkert fyrir ung leikskáld nema kannski að fá efni eftir sig birt í skólablöðunum." Leikhópurinn á í samstarfi við hátíðina Unglist og Borgarleikhúsið, sem lánar hópnum minni sal leikhússins fyrir opnunarkvöldið. Fyrirhugað er að sýna verkin í framhaldinu í samstarfi við sjálfstæðu leikhúsin. Fyrsta æfing Ungleiks er í dag en strákarnir hafa setið sveittir undanfarna daga við að koma öllu heim og saman. „Það hefur verið mikið púsluspil að finna gott æfingaplan fyrir alla. Nú er leiðindavinnan búin og bara skemmtilegheit fram undan. Það er okkar von að þetta verkefni stuðli að meiri grósku í íslensku leikhúslífi og hvetji ungt fólk til að byrja að skrifa leikrit."Útvaldir í dómnefnd Hávarr, Stefán og Guðbrandur Loki fengu vel valda einstaklinga úr leikhúslífinu til að aðstoða sig við að velja leikverk og leikara fyrir Ungleik. Dómnefnd leikskálda skipuðu þau Andri Snær Magnason, Rúnar Guðbrandsson og Lilja Sigurðardóttir. Dómnefnd leikara skipuðu Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Árni Pétur Guðjónsson og Marteinn Þórsson.
Menning Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira