Tala saman gegnum tónlist 25. október 2012 14:11 „Það er hugmynd aðstandenda Sláturs að henda okkur saman í tónleika og heyra hvað gerist,“ segir hún um spunatónleika sína, Charity Chan og Röggu Gísla í Hafnarhúsinu í kvöld. Meðal atriða á Sláturtíð í ár eru samstarfs-og spunatónleikar Kristínar Þóru Haraldsdóttur víóluleikara, Charity Chan píanóleikara og Ragnhildar Gísladóttur söngkonu í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi klukkan átta í kvöld. Við náðum tveggja mínútna spjalli við Kristínu Þóru í gær áður en hún skaust inn í tíma að kenna og spurðum beint: "Hvað er það sem þið Ragga og Charity ætlið að fara að fremja í Listasafninu? "Hm, það sem ég get sagt er að við erum að hittast til að spila saman í fyrsta skipti. Við höfum allar unnið við tónlist og það sem við gerum einkennist mikið af spuna en það er hugmynd aðstandenda Sláturs að henda okkur saman í tónleika og heyra hvað gerist." Mikið eruð þið hugaðar, eru fyrstu viðbrögð blaðamanns við þessum tíðindum. "Já, en þegar fólk hittist finnur það sér sameiginlegan flöt og fer að spjalla - það sama gerist í tónlist, við hljótum að finna leið til að tala saman gegnum hana, eða við treystum því. Reyndar ætlum við að sjá hver framan í aðra í kvöld en erum ekki búnar að ákveða hvort við grípum í hljóðfærin." Kristín Þóra kveðst ekki vita hvort Ragga muni nota eitthvað annað en röddina sína en Charity noti hljóðfærið bæði á hefðbundinn og óhefðbundinn hátt og það sama eigi við um hana sjálfa. "Stundum notum við líka önnur instrúment og raddirnar," segir hún. "En í þessu tilfelli veit ég bara að ég kem með sjálfa mig og víóluna." Sláturtíð hófst í gær og stendur til laugardags. Tónleikarnir eru allir haldnir í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur klukkan 20 en að auki verða sérstakir svefntónleikar aðfaranótt laugardags í Dansverkstæðinu, Skúlagötu 30 þar sem gestum er boðið að koma og upplifa tónlist í gegnum svefn og vöku frá miðnætti til morguns. Svo lýkur hátíðinni á kammerpartýstónleikum á laugardagskvöldið. Nánar á http://slatur.is/slaturtid. - gun Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Meðal atriða á Sláturtíð í ár eru samstarfs-og spunatónleikar Kristínar Þóru Haraldsdóttur víóluleikara, Charity Chan píanóleikara og Ragnhildar Gísladóttur söngkonu í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi klukkan átta í kvöld. Við náðum tveggja mínútna spjalli við Kristínu Þóru í gær áður en hún skaust inn í tíma að kenna og spurðum beint: "Hvað er það sem þið Ragga og Charity ætlið að fara að fremja í Listasafninu? "Hm, það sem ég get sagt er að við erum að hittast til að spila saman í fyrsta skipti. Við höfum allar unnið við tónlist og það sem við gerum einkennist mikið af spuna en það er hugmynd aðstandenda Sláturs að henda okkur saman í tónleika og heyra hvað gerist." Mikið eruð þið hugaðar, eru fyrstu viðbrögð blaðamanns við þessum tíðindum. "Já, en þegar fólk hittist finnur það sér sameiginlegan flöt og fer að spjalla - það sama gerist í tónlist, við hljótum að finna leið til að tala saman gegnum hana, eða við treystum því. Reyndar ætlum við að sjá hver framan í aðra í kvöld en erum ekki búnar að ákveða hvort við grípum í hljóðfærin." Kristín Þóra kveðst ekki vita hvort Ragga muni nota eitthvað annað en röddina sína en Charity noti hljóðfærið bæði á hefðbundinn og óhefðbundinn hátt og það sama eigi við um hana sjálfa. "Stundum notum við líka önnur instrúment og raddirnar," segir hún. "En í þessu tilfelli veit ég bara að ég kem með sjálfa mig og víóluna." Sláturtíð hófst í gær og stendur til laugardags. Tónleikarnir eru allir haldnir í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur klukkan 20 en að auki verða sérstakir svefntónleikar aðfaranótt laugardags í Dansverkstæðinu, Skúlagötu 30 þar sem gestum er boðið að koma og upplifa tónlist í gegnum svefn og vöku frá miðnætti til morguns. Svo lýkur hátíðinni á kammerpartýstónleikum á laugardagskvöldið. Nánar á http://slatur.is/slaturtid. - gun
Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira