Leikkonan Halle Berry, 46 ára, mætti í silfruðum Dolce&Gabbana kjól sem fór ekki fram hjá nokkrum einasta manni á frumsýningu kvikmyndarinnar Cloud Atlas í Hollywood í gær. Með leikkonunni var unnusti hennar, franski leikarinn Olivier Martinez, sem var óskaplega vel klæddur að sama skapi.