Norður-Írinn Rory McIlroy er heitasti kylfingur heims um þessar mundir. Hann er þess utan ekki nema 23 ára gamall og verður því líklega lengi á toppnum.
Íþróttavöruframleiðandinn Nike trúir því og hermt er að Nike muni gera risasamning við McIlroy á næsta ári.
Þá rennur samningur McIlroy við Titleist/Footjoy út. Samkvæmt heimildarmönnum mun McIlroy fá 250 milljónir dollara fyrir 10 ára samning.
Hann kæmist því á nánast sama samning og Tiger Woods er með við Nike.
Nike ætlar að gera risasamning við McIlroy

Mest lesið




Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“
Íslenski boltinn

Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti
Íslenski boltinn




