Sagafilm með í Emmy-tilnefningu 20. október 2012 15:30 MYNDIR / SAGAFILM Þýska heimildarmyndin Wettlauf Zum Südpol, sem heitir á ensku Race to the South Pole, er tilnefnd til alþjóðlegu Emmy-verðlaunanna sem besta heimildarmyndin. Myndin er framleidd af þýska framleiðslufyrirtækinu Loopfilm en íslenska framleiðslufyrirtækið Sagafilm aðstoðaði við framleiðslu á þessu metnaðarfulla verkefni. Heimildarmyndin fjallar um örlagaríkt einvígi á milli Norðmannsins Roald Amundsen og Bretans Robert Falcon Scott, menn sem lögðu líf sitt að veði fyrir hundrað árum til að komast að enda jarðar – á sjálfan suðurpólinn. Roald og fimm manna hópur hans var fyrstur til að komast á áfangastað þann 14. desember árið 1911. Robert komst á pólinn aðeins 34 dögum seinna. Roald og hans hópur komst áfallalaust til baka af suðurpólnum á meðan Robert og hans menn létust allir á leiðinni heim. Race to the South Pole keppir við heimildarmyndirnar Across Land, Across Sea frá Suður-Kóreu, Hiter's Escape frá Argentínu og Terry Pratchett: Choosing to Die frá Bretlandi á alþjóðlegu Emmy-verðlaunahátíðinni. Verðlaunin verða afhent þann 19. nóvember næstkomandi í New York-borg. Meðfylgjandi eru myndir sem teknar voru við tökur á heimildarmyndinni.Sagafilm á Facebook Menning Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Þýska heimildarmyndin Wettlauf Zum Südpol, sem heitir á ensku Race to the South Pole, er tilnefnd til alþjóðlegu Emmy-verðlaunanna sem besta heimildarmyndin. Myndin er framleidd af þýska framleiðslufyrirtækinu Loopfilm en íslenska framleiðslufyrirtækið Sagafilm aðstoðaði við framleiðslu á þessu metnaðarfulla verkefni. Heimildarmyndin fjallar um örlagaríkt einvígi á milli Norðmannsins Roald Amundsen og Bretans Robert Falcon Scott, menn sem lögðu líf sitt að veði fyrir hundrað árum til að komast að enda jarðar – á sjálfan suðurpólinn. Roald og fimm manna hópur hans var fyrstur til að komast á áfangastað þann 14. desember árið 1911. Robert komst á pólinn aðeins 34 dögum seinna. Roald og hans hópur komst áfallalaust til baka af suðurpólnum á meðan Robert og hans menn létust allir á leiðinni heim. Race to the South Pole keppir við heimildarmyndirnar Across Land, Across Sea frá Suður-Kóreu, Hiter's Escape frá Argentínu og Terry Pratchett: Choosing to Die frá Bretlandi á alþjóðlegu Emmy-verðlaunahátíðinni. Verðlaunin verða afhent þann 19. nóvember næstkomandi í New York-borg. Meðfylgjandi eru myndir sem teknar voru við tökur á heimildarmyndinni.Sagafilm á Facebook
Menning Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira