Handbolti

Florentina ætlar að sækja um ríkisborgararétt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Florentina Stanciu í leik með ÍBV.
Florentina Stanciu í leik með ÍBV.
Florentina Stanciu, markvörður ÍBV, ætlar að sækja um íslenska ríkisborgararétt. Það kom fram í kvöldfréttum Rúv í gær.

Hún hefur leitað til HSÍ vegna umsóknarinnar og vonast hún að hægt verði að afgreiða hana fyrir áramót.

Stanciu hefur dvalið hér á landi í sjö ár en hún lék einnig með Stjörnunni á sínum tíma. Hún þykir einn allra besti markvörður N1-deildar kvenna en hún lék með rúmenska landsliðinu á sínum tíma.

Handboltamenn mega ekki spila með nýju landsliði nema að þrjú ár séu liðin síðan að þeir spiluðu síðast með sínu gamla landsliði. Stanciu lék síðast með Rúmeníu fyrir tæpum þremur árum síðan og yrði hún því fljótlega gjaldgeng með íslenska landsliðinu.

Ágúst Jóhannsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðið, er búinn að skila 28 manna lista inn til Handknattleikssambands Evrópu fyrir EM í Serbíu í næsta mánuði. Aðeins leikmenn á þeim lista koma til greina í lokahóp Íslands.

Nafn Florentinu Stanciu var vitanlega ekki á þeim lista og kemur því ekki til greina að hún verði með Íslandi í Serbíu.

Líklegt er að Ramune Pekarskyte, sem fékk ríkisborgararétt fyrr á þessu ári, verði í EM-hópi Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×