Vilja að skotveiðimenn hafi raunveruleg áhrif 6. nóvember 2012 16:00 Á næstu vikum mun stjórn SKOTVÍS halda kynningarfundi víða um land. Stjórn Skotveiðifélags Íslands (SKOTVÍS) hefur ákveðið að stofna fagráð um ákveðna málaflokka og svæðisráð í öllum landshlutum. Markmiðið er að styrkja innviði og málefnastarf félagsins sem og að færa umræðu um skotveiðar í íslenskri náttúru til félagsmanna þannig að skotveiðimenn geti haft raunveruleg áhrif á framtíð skotveiða hérlendis. „Á næstu vikum mun stjórn félagsins setja sig í samband við félagsmenn sem það telur að hafi áhuga á virkri þátttöku í málefnastarfi félagsins, en stjórn tekur fagnandi á móti aðilum sem vilja taka þátt í starfi félagsins," segir á vefnum skotvis.is. Þar kemur ennfremur fram að á næstu vikum muni stjórnin ferðast um landið og halda kynningarfundi þar sem skipulag félagsins og stofnun svæðisráða og fagráða verður kynnt. Fyrsta svæðisráðið verður stofnað á Norðvesturlandi síðar í mánuðinum. Þau fjögur fagráð sem SKOTVÍS stefnir að því að stofna:1. Fagráð um náttúru, umhverfi, nýtingu og veiðisiðferði mun fylgjast með straumum og stefnum í umhverfismálum og náttúruvernd (hérlendis og erlendis) og tryggja að SKOTVÍS sé ávallt í fararbroddi í umræðu um áhrif skotveiða á lífríki og náttúru landsins. Fagráðið skal halda á lofti siðarreglum félagsins og nota þau sem viðmið við mótun veiðimenningar sem tekur tillit til umhverfisins í heild sinni - Fulltrúi SKOTVÍS í SAMÚT verður hluti af þessu fagráði.2. Fagráð um almannarétt, umferðarrétt og veiðirétt mun hafa frumkvæði að nauðsynlegum aðgerðum vegna atburða sem geta haft áhrif á lagasetningu er varða réttindi og skyldur skotveiðimanna. Fagráðið skal líka vera vakandi fyrir þróun sem getur haft áhrif á löggjafarvaldið og síðar leitt til lagasetningar sem stríðir gegn markmiðum SKOTVÍS eða skerðir réttindi á sviði almannaréttar, umferðarréttar, veiðiréttar og takmarkar á einhvern hátt réttindi almennings til að stunda skotveiðar í íslenskri náttúru.3. Fagráð um rannsóknir og veiðistjórnun mun rýna niðurstöður og ályktanir fræðimanna og veita fræðimönnum aðstoð og aðhald. Fagráðið mun einnig kynna sér veiðistjórnun erlendis og taka virkan þátt í umræðu í þeim tilgangi að auðga umræðu um veiðistjórnun og forsendur veiðistjórnunar - Fulltrúi SKOTVÍS í ráðgjafanefnd um úthlutun úr Veiðikortasjóði verður hluti af þessu fagráði.4. Fagráð um fræðslu, kynningu og ímynd mun meta þörfina fyrir því hvaða upplýsingum ber að miðla og hvernig til að skapa grundvöll fyrir upplýsta og uppbyggjandi umræðu um skotveiðar. Markhóparnir eru margvíslegir og fagráðið mun þurfa að skilgreina og nálgast hvern og einn með markvissum og árangursríkum hætti. Fagráðið mun einnig vera stjórn og Framkvæmdaráði til ráðgjafar hvernig skuli haga undirbúningi fyrir hvers kyns samstarfsverkefni sem félagið kann að vilja ráðast í með öðrum hagsmunaaðilum - Ritstjóri tímaritsins SKOTVÍS verður hluti af þessu fagráði. Samkvæmt nýlegri samþykkt stjórnar SKOTVÍS verða svæðisráðin sjö talsins en þeirra hlutverk verður að virkja umræðu um skotveiðar heima í héraði: 1. Svæðisráð Vesturland 2. Svæðisráð Vestfjarða 3. Svæðisráð Norðvesturlands 4. Svæðisráð Norðausturlands 5. Svæðisráð Austurlands 6. Svæðisráð Suðurlands 7. Svæðisráð Suðvesturland Hægt er að lesa meira um þetta á vef SKOTVÍS.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Langá hækkaði um 30 sm í nótt Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði Fiskur í Hlíðarvatni í miklu fæði og hunsar veiðimenn Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði
Stjórn Skotveiðifélags Íslands (SKOTVÍS) hefur ákveðið að stofna fagráð um ákveðna málaflokka og svæðisráð í öllum landshlutum. Markmiðið er að styrkja innviði og málefnastarf félagsins sem og að færa umræðu um skotveiðar í íslenskri náttúru til félagsmanna þannig að skotveiðimenn geti haft raunveruleg áhrif á framtíð skotveiða hérlendis. „Á næstu vikum mun stjórn félagsins setja sig í samband við félagsmenn sem það telur að hafi áhuga á virkri þátttöku í málefnastarfi félagsins, en stjórn tekur fagnandi á móti aðilum sem vilja taka þátt í starfi félagsins," segir á vefnum skotvis.is. Þar kemur ennfremur fram að á næstu vikum muni stjórnin ferðast um landið og halda kynningarfundi þar sem skipulag félagsins og stofnun svæðisráða og fagráða verður kynnt. Fyrsta svæðisráðið verður stofnað á Norðvesturlandi síðar í mánuðinum. Þau fjögur fagráð sem SKOTVÍS stefnir að því að stofna:1. Fagráð um náttúru, umhverfi, nýtingu og veiðisiðferði mun fylgjast með straumum og stefnum í umhverfismálum og náttúruvernd (hérlendis og erlendis) og tryggja að SKOTVÍS sé ávallt í fararbroddi í umræðu um áhrif skotveiða á lífríki og náttúru landsins. Fagráðið skal halda á lofti siðarreglum félagsins og nota þau sem viðmið við mótun veiðimenningar sem tekur tillit til umhverfisins í heild sinni - Fulltrúi SKOTVÍS í SAMÚT verður hluti af þessu fagráði.2. Fagráð um almannarétt, umferðarrétt og veiðirétt mun hafa frumkvæði að nauðsynlegum aðgerðum vegna atburða sem geta haft áhrif á lagasetningu er varða réttindi og skyldur skotveiðimanna. Fagráðið skal líka vera vakandi fyrir þróun sem getur haft áhrif á löggjafarvaldið og síðar leitt til lagasetningar sem stríðir gegn markmiðum SKOTVÍS eða skerðir réttindi á sviði almannaréttar, umferðarréttar, veiðiréttar og takmarkar á einhvern hátt réttindi almennings til að stunda skotveiðar í íslenskri náttúru.3. Fagráð um rannsóknir og veiðistjórnun mun rýna niðurstöður og ályktanir fræðimanna og veita fræðimönnum aðstoð og aðhald. Fagráðið mun einnig kynna sér veiðistjórnun erlendis og taka virkan þátt í umræðu í þeim tilgangi að auðga umræðu um veiðistjórnun og forsendur veiðistjórnunar - Fulltrúi SKOTVÍS í ráðgjafanefnd um úthlutun úr Veiðikortasjóði verður hluti af þessu fagráði.4. Fagráð um fræðslu, kynningu og ímynd mun meta þörfina fyrir því hvaða upplýsingum ber að miðla og hvernig til að skapa grundvöll fyrir upplýsta og uppbyggjandi umræðu um skotveiðar. Markhóparnir eru margvíslegir og fagráðið mun þurfa að skilgreina og nálgast hvern og einn með markvissum og árangursríkum hætti. Fagráðið mun einnig vera stjórn og Framkvæmdaráði til ráðgjafar hvernig skuli haga undirbúningi fyrir hvers kyns samstarfsverkefni sem félagið kann að vilja ráðast í með öðrum hagsmunaaðilum - Ritstjóri tímaritsins SKOTVÍS verður hluti af þessu fagráði. Samkvæmt nýlegri samþykkt stjórnar SKOTVÍS verða svæðisráðin sjö talsins en þeirra hlutverk verður að virkja umræðu um skotveiðar heima í héraði: 1. Svæðisráð Vesturland 2. Svæðisráð Vestfjarða 3. Svæðisráð Norðvesturlands 4. Svæðisráð Norðausturlands 5. Svæðisráð Austurlands 6. Svæðisráð Suðurlands 7. Svæðisráð Suðvesturland Hægt er að lesa meira um þetta á vef SKOTVÍS.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Langá hækkaði um 30 sm í nótt Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði Fiskur í Hlíðarvatni í miklu fæði og hunsar veiðimenn Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði