Erótíska bylgjan heldur áfram 5. nóvember 2012 15:13 Sylvia Day Bylgja erótískra bókmennta, sem bækur á borð við 50 gráa skugga hafa hrundið af stað, heldur áfram undir merkjum Crossfire-bálksins eftir bandaríska höfundinn Sylviu Day. Day hefur gefið út þrjár bækur í Crossfire-þríleiknum, sem eiga það sameiginlegt með 50 gráum skuggum að fjalla um samskipti hrjáðs auðmanns og fagurrar konu og er barmafull af bersöglum kynlífslýsingum. Fyrsta bókin, Bared to You, sló í gegn þegar hún kom út í apríl. Day gaf hana sjálf út en útgáfurisinn var fljótur að tryggja sér útgáfuréttinn og hefur engin bók í sögu forlagsins selst jafn hratt í Bretlandi. Önnur bókin, Reflected in You, sem kom út í rafútgáfu í byrjun október, seldist í 286 þúsund eintökum í Bandaríkjunum fyrstu vikuna eftir útgáfu og hefur trónað á toppi breska Amazonlistans nær allan mánuðinn. Bókin kom út í kilju í Bretlandi 23. október og seldist í tæplega 83 þúsund eintökum fyrstu vikuna. Aðeins tvær kiljur hafa selst í fleiri eintökum á einni viku í Bretlandi; Casual Vacancy eftir J.K. Rowling og Týnda táknið eftir Dan Brown. Day á þó nokkuð í land með að ná sölutölum E.L. James en skuggabálkur hennar hefur selst í tugum milljóna. Þriðja bókin í Crossfire-bálkinum, Entwined in You, er væntanleg á næsta ári. Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Bylgja erótískra bókmennta, sem bækur á borð við 50 gráa skugga hafa hrundið af stað, heldur áfram undir merkjum Crossfire-bálksins eftir bandaríska höfundinn Sylviu Day. Day hefur gefið út þrjár bækur í Crossfire-þríleiknum, sem eiga það sameiginlegt með 50 gráum skuggum að fjalla um samskipti hrjáðs auðmanns og fagurrar konu og er barmafull af bersöglum kynlífslýsingum. Fyrsta bókin, Bared to You, sló í gegn þegar hún kom út í apríl. Day gaf hana sjálf út en útgáfurisinn var fljótur að tryggja sér útgáfuréttinn og hefur engin bók í sögu forlagsins selst jafn hratt í Bretlandi. Önnur bókin, Reflected in You, sem kom út í rafútgáfu í byrjun október, seldist í 286 þúsund eintökum í Bandaríkjunum fyrstu vikuna eftir útgáfu og hefur trónað á toppi breska Amazonlistans nær allan mánuðinn. Bókin kom út í kilju í Bretlandi 23. október og seldist í tæplega 83 þúsund eintökum fyrstu vikuna. Aðeins tvær kiljur hafa selst í fleiri eintökum á einni viku í Bretlandi; Casual Vacancy eftir J.K. Rowling og Týnda táknið eftir Dan Brown. Day á þó nokkuð í land með að ná sölutölum E.L. James en skuggabálkur hennar hefur selst í tugum milljóna. Þriðja bókin í Crossfire-bálkinum, Entwined in You, er væntanleg á næsta ári.
Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira