Fram og Valur eru áfram með fullt hús á toppi N1 deildar kvenna í handbolta eftir stórsigra í dag. Fram hefur unnið alla sjö leiki sína en Valskonur hafa unnið alla sex leiki sína. Það er ekki búist við að liðin tapi stigum fyrr en þau mætast innbyrðis í fyrsta sinn en það verður ekki fyrr en eftir áramót.
Valur vann sextán marka sigur á nýliðum Selfoss fyrir austan fjall, 28-12, en Framkonur sótti tvö stig á Ásvelli með því að vinna átta marka sigur á Haukakonum í Schenker-höllinni, 30-22.
Hrafnhildur Skúladóttir, fyrirliði Vals, var í miklu stuði á Selfossi en hún skoraði 10 mörk í leiknum.
FH-konur unnu í fimmta sinn í sjö leikjum þegar þær lögðu Fylki 33-25 og komust upp í 3. sæti deildarinnar. Eyjakonur geta endurheimt þriðja sætið seinna í dag. Stjörnukonur eru að endurheimta sterka leikmenn og þær unnu öruggan 19 marka útisigur í Mosfellsbænum í dag, 37-18.
Úrslit og markaskorarar í N1 deild kvenna í dag:
Selfoss - Valur 12-28 (6-13)
Mörk Selfoss: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 5, Þuríður Guðjónsdóttir 3, Kristrún Steinþórsdóttir 2, Dagný Hróbjartsdóttir 1, Kara Arnardóttir 1.
Mörk Vals: Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 10, Anna Úrsula Guðmundsdóttir 5, Rebekka Rut Skúladóttir 3, Dagný Skúladóttir 3, íris Ásta Pétursdóttir 3, Karólína Lárudóttir 2, Aðalheiður Hreinsdóttir 1, Ragnhildur Guðmundsdóttir 1.
Haukar - Fram 22-30 (10-19)
Mörk Hauka: Marija Gedroit 11, Karen Helga Sigurjónsdóttir 4, Agnes Ósk Egilsdóttir 2, Viktoría Valdimarsdóttir 1, Áróra Eir Pálsdóttir 1, Díana Ágústsdóttir 1, Ásthildur Friðgeirsdóttir 1, Gunnhildur Pétursdóttir 1.
Mörk Fram: Ásta Birna Gunnarsdóttir 7, Stella Sigurðardóttir 5, Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 4, Birna Berg Haraldsdóttir 4, Hekla Rún Ámundadóttir 3, Marthe Sördal 2, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 2, Sunna Jónsdóttir 2, Elísabet Gunnarsdóttir 1.
Afturelding - Stjarnan 18-37 (9-22)
Mörk Aftureldingar: Sara Kristjánsdóttir 7, Hekla Daðadóttir 5, Rósa Jónsdóttir 3, Þórhildur Hafsteinsdóttir 1, Grace Mcdonald Þorkelsdóttir 1, Sigrún Másdóttir 1.
Mörk Stjörnunnar: Hanna Guðrún Stefánsdóttir 10, Ágústa Edda Björnsdóttir 8, Jóna Margrét Ragnarsdóttir 6, Kristín Clausen 4, Indíana Nanna Jóhannsdóttir 2, Guðrún Hrefna Guðjónsdóttir 2, Þórhildur Gunnarsdóttir 2, Berglind Halldórsdóttir 1, Arna Dýrfjörð 1, Sandra Sigurjónsdóttir 1.
Fram og Valur safna áfram stórsigrum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn


Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool
Enski boltinn



„Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“
Íslenski boltinn

Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“
Íslenski boltinn

ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko
Enski boltinn

Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum
Íslenski boltinn