Fyrsta sýnishorn úr Fölskum fugli 1. nóvember 2012 14:25 Vísir frumsýnir hér glænýtt sýnishorn úr kvikmyndinni Falskur fugl. Myndin er byggð á samnefndri bók Mikaels Torfasonar sem kom út árið 1997 en Jón Atli Jónasson skrifar handritið. Þór Ómar Jónsson leikstýrir myndinni. Kvikmyndatökumaður er Christoph Nicolaisen. Falskur fugl fjallar um Arnald Gunnlaugsson, 16 ára ólíkindatól, sem býr hjá vel stæðum foreldrum sínum. Hann er bæði myndarlegur og gáfaður en leiðist inn á rangar brautir í lífinu. Hinn ungi Styr Júlíusson fer með aðalhlutverkið en í myndinni leika einnig fleiri ungir leikarar sem Þór Ómar leikstjóri segir hafa staðið sig vel. "Krakkahópurinn var alveg lygilega flottur og góður. Þetta eru allt, þannig séð, óreyndir krakkar." Myndin skartar einnig mörgum þaulvönum og þekktum leikurum. Davíð Guðbrandsson og Alexía Björg Jóhannesdóttir leika foreldra Arnaldar en einnig koma við sögu Hilmir Snær Guðnason, Damon Younger, Þorsteinn Bachmann, Þór Túliníus, Arndís Hrönn Egilsdóttir, Rakel Björk Björnsdóttir, Ísak Hinriksson og Kristján Hafþórsson. Tónlist er í höndum Péturs Jökuls Jónassonar. Tökum á Fölskum fugli lauk í apríl í vor en myndin verður frumsýnd í byrjun árs 2013. Hér fyrir ofan er hægt að sjá sýnishornið og fletta myndum af tökustað. Einnig er hægt að fylgjast með Fölskum fugli hér á Facebook. Menning Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Vísir frumsýnir hér glænýtt sýnishorn úr kvikmyndinni Falskur fugl. Myndin er byggð á samnefndri bók Mikaels Torfasonar sem kom út árið 1997 en Jón Atli Jónasson skrifar handritið. Þór Ómar Jónsson leikstýrir myndinni. Kvikmyndatökumaður er Christoph Nicolaisen. Falskur fugl fjallar um Arnald Gunnlaugsson, 16 ára ólíkindatól, sem býr hjá vel stæðum foreldrum sínum. Hann er bæði myndarlegur og gáfaður en leiðist inn á rangar brautir í lífinu. Hinn ungi Styr Júlíusson fer með aðalhlutverkið en í myndinni leika einnig fleiri ungir leikarar sem Þór Ómar leikstjóri segir hafa staðið sig vel. "Krakkahópurinn var alveg lygilega flottur og góður. Þetta eru allt, þannig séð, óreyndir krakkar." Myndin skartar einnig mörgum þaulvönum og þekktum leikurum. Davíð Guðbrandsson og Alexía Björg Jóhannesdóttir leika foreldra Arnaldar en einnig koma við sögu Hilmir Snær Guðnason, Damon Younger, Þorsteinn Bachmann, Þór Túliníus, Arndís Hrönn Egilsdóttir, Rakel Björk Björnsdóttir, Ísak Hinriksson og Kristján Hafþórsson. Tónlist er í höndum Péturs Jökuls Jónassonar. Tökum á Fölskum fugli lauk í apríl í vor en myndin verður frumsýnd í byrjun árs 2013. Hér fyrir ofan er hægt að sjá sýnishornið og fletta myndum af tökustað. Einnig er hægt að fylgjast með Fölskum fugli hér á Facebook.
Menning Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira