Framtíðarrifrildi á kaffistofum Magnús Halldórsson skrifar 1. nóvember 2012 10:17 Eftir hrun fjármálakerfisins haustið 2008 hefur einn geiri atvinnulífsins skipt sköpum fyrir íslenskan efnahag; Makrílveiðar, vinnsla og sala. Frá árinu 2006 hefur makríllinn verið að láta sjá sig í íslenskri lögsögu og síðan hafa veiðar á honum breyst í arðbærastu atvinnugrein landsins, held ég að sé óhætt að segja. Í fyrra nam útflutningsverðmæti Makríls 24 milljörðum króna, og viðbúið er að upphæðin verði enn hærri á þessu ári. Á sex árum hafa árlegar veiðar á makríl farið úr í kringum 10 þúsund tonnum árið 2006 í 155 þúsund tonn í fyrra. Líklega á sagan ein eftir að dæma um hvort skynsamlega hafi verið staðið að þessum veiðum og þá einkum upphafi þeirra. Engin efast um ábátann, sem sést best í metafkomu útgerðarfyrirtækjanna sem stunda makrílveiðar. Nokkrar spurningar verða kannski algeng uppspretta rifrilda á kaffistofum vítt og breitt um landið í framtíðinni, er tengjast makrílveiðunum. Af hverju bauð íslenska ríkið ekki heimildir til makrílveiða til sölu í upphafi og seldi heimildirnar hæstbjóðanda? Eru aflaheimildir ekki verðmæti? Eru rökin um að tilteknar útgerðir hafi fengið heimildirnar gefins á grundvelli veiðireynslu ekki tómt rugl, vegna þess að veiðireynslan var engin? Af hverju voru aflaheimildirnar gefnar útgerðarmönnum? "Hvaða rugl er þetta?", segja kannski einhverjir. Ég er nokkurn veginn viss um að lífleg rifrildi verða um þetta skeið í framtíðinni, og í þeim munu allir þátttakendur telja sig vita best, nema hvað. Þannig hefur það í það minnsta verið hingað til þegar fiskveiðistjórnunarkerfið er annars vegar.Myndin er tekin upp úr skýrslu Íslandsbanka um sjávarútveg, sem kynnt var á dögunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Halldórsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Eftir hrun fjármálakerfisins haustið 2008 hefur einn geiri atvinnulífsins skipt sköpum fyrir íslenskan efnahag; Makrílveiðar, vinnsla og sala. Frá árinu 2006 hefur makríllinn verið að láta sjá sig í íslenskri lögsögu og síðan hafa veiðar á honum breyst í arðbærastu atvinnugrein landsins, held ég að sé óhætt að segja. Í fyrra nam útflutningsverðmæti Makríls 24 milljörðum króna, og viðbúið er að upphæðin verði enn hærri á þessu ári. Á sex árum hafa árlegar veiðar á makríl farið úr í kringum 10 þúsund tonnum árið 2006 í 155 þúsund tonn í fyrra. Líklega á sagan ein eftir að dæma um hvort skynsamlega hafi verið staðið að þessum veiðum og þá einkum upphafi þeirra. Engin efast um ábátann, sem sést best í metafkomu útgerðarfyrirtækjanna sem stunda makrílveiðar. Nokkrar spurningar verða kannski algeng uppspretta rifrilda á kaffistofum vítt og breitt um landið í framtíðinni, er tengjast makrílveiðunum. Af hverju bauð íslenska ríkið ekki heimildir til makrílveiða til sölu í upphafi og seldi heimildirnar hæstbjóðanda? Eru aflaheimildir ekki verðmæti? Eru rökin um að tilteknar útgerðir hafi fengið heimildirnar gefins á grundvelli veiðireynslu ekki tómt rugl, vegna þess að veiðireynslan var engin? Af hverju voru aflaheimildirnar gefnar útgerðarmönnum? "Hvaða rugl er þetta?", segja kannski einhverjir. Ég er nokkurn veginn viss um að lífleg rifrildi verða um þetta skeið í framtíðinni, og í þeim munu allir þátttakendur telja sig vita best, nema hvað. Þannig hefur það í það minnsta verið hingað til þegar fiskveiðistjórnunarkerfið er annars vegar.Myndin er tekin upp úr skýrslu Íslandsbanka um sjávarútveg, sem kynnt var á dögunum.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun