Handbolti

Áttundi stórsigur Valskvenna í röð - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Stefán
Valskonur eru aftur komnar á topp N1 deildar kvenna í handbolta eftir 23 marka sigur á HK, 44-21, í Digranesi í kvöld en leikurinn var færður til vegna þátttöku Valsliðsins í Evrópukeppninni um síðustu helgi.

Valsliðið er þar með búið að vinna alla átta deildarleiki sína á tímabilinu og ennfremur þá alla með ellefu mörkum eða meira en þetta var þó stærsti sigur liðsins á tímabilinu.

Valur var í þriðja sætinu fyrir leikinn á eftir Fram og ÍBV enda búið að spila færri leiki en liðin tvö fyrir ofan. Liðið er nú með jafnmörg stig og Fram á toppnum en betri markatala skilar liðinu í efsta sætið.

HK er í fimmta sæti deildarinnar og var búið að vinna fimm af fyrstu átta leikjum sínum í vetur fyrir þennan leik í kvöld þar af fjóra af fimm leikjum sínum í Digranesinu.

Valsliðið hafði mikla yfirburði í leiknum en liðið var með níu marka forskot í hálfleik, 19-10. Liðið bætti í seinni hálfleiknum sem liðið vann með fjórtán marka mun, 25-11.



HK - Valur 21-44 (10-19)

Mörk HK: Heiðrún Björk Helgadóttir 6, Guðrún Erla Bjarnadóttir 3, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 3, Sigríður Hauksdóttir 2, Gerður Arinbjarnar 2, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 2, Emma Havin Sardarsdóttir 1, Tinna Rögnvaldsdóttir 1, Sóley Ívarsdóttir 1.

Mörk Vals: Dagný Skúladóttir 9, Íris Ásta Pétursdóttir 7, Aðalheiður Hreinsdóttir 6, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 6, Þorgerður Anna Atladóttir 5, Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 4, Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 3, Kolbrún Franklín 2, Rebekka Rut Skúladóttir 1, Karólína Bæhrenz Lárudóttir 1.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×