List þýðandans að vera ósýnilegur 13. nóvember 2012 10:22 Arnar Matthíasson les úr þýðingu sinni nútíminn er trunta á súfistanum annað kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL List þýðandans felst í því að vera ósýnilegur," segir Arnar Matthíasson þýðandi, einn þeirra sem lesa upp úr eigin þýðingum á Hlaðborði Bandalags þýðenda og túlka á Súfistanum annað kvöld. "Góð þýðing verður náttúrulega sjálfstætt verk en um leið verður hún að lúta vilja höfundarins. Þýðingin er speglun og spegillinn getur bæði skrumskælt og fegrað. Þýðandinn þarf að rata einstigið þarna á milli." Arnar mun annað kvöld lesa úr þýðingu sinni Nútíminn er trunta eftir Jennifer Egan. Hvað hefur hann um þá bók að segja? "Þetta er Pulitzer-verðlaunabók og er ein af þessum fléttum sem kallaðar hafa verið sagnasveigur. Sömu persónurnar koma fyrir í flestum köflunum en ein persóna er miðpunktur hverrar sögu. Egan er þarna meðal annars að fjalla um tímann og áhrif hans á fólk og þaðan sprettur titill bókarinnar. Sagan er dálítið tengd inn í tónlistarheiminn. Enski titilinn, A Visit from the Goon Squad, er úr texta Davids Bowie, Fashion. Íslenski titillinn er hins vegar sóttur í smiðju Spilverks þjóðanna." Aðrir þýðendur sem fram koma á Hlaðborðinu eru Salka Guðmundsdóttir sem les upp úr þýðingu sinni á Emmu eftir Jane Austen, Kristín Guðrún Jónsdóttir les upp úr Svarta sauðnum eftir Augusto Monterroso, Ólöf Eldjárn les upp úr þýðingu sinni á Herbergi eftir Emmu Donoghue, Magnús Sigurðsson les upp þýðingar sínar á ljóðum Tors Ulven úr bókinni Steingerð vængjapör og María Rán Guðjónsdóttir les úr þýðingu sinni á Jesúsu eftir Elenu Poniatowska. Dagskráin hefst klukkan 20 í Súfistanum í Máli og menningu á Laugavegi 18. - fsb Menning Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
List þýðandans felst í því að vera ósýnilegur," segir Arnar Matthíasson þýðandi, einn þeirra sem lesa upp úr eigin þýðingum á Hlaðborði Bandalags þýðenda og túlka á Súfistanum annað kvöld. "Góð þýðing verður náttúrulega sjálfstætt verk en um leið verður hún að lúta vilja höfundarins. Þýðingin er speglun og spegillinn getur bæði skrumskælt og fegrað. Þýðandinn þarf að rata einstigið þarna á milli." Arnar mun annað kvöld lesa úr þýðingu sinni Nútíminn er trunta eftir Jennifer Egan. Hvað hefur hann um þá bók að segja? "Þetta er Pulitzer-verðlaunabók og er ein af þessum fléttum sem kallaðar hafa verið sagnasveigur. Sömu persónurnar koma fyrir í flestum köflunum en ein persóna er miðpunktur hverrar sögu. Egan er þarna meðal annars að fjalla um tímann og áhrif hans á fólk og þaðan sprettur titill bókarinnar. Sagan er dálítið tengd inn í tónlistarheiminn. Enski titilinn, A Visit from the Goon Squad, er úr texta Davids Bowie, Fashion. Íslenski titillinn er hins vegar sóttur í smiðju Spilverks þjóðanna." Aðrir þýðendur sem fram koma á Hlaðborðinu eru Salka Guðmundsdóttir sem les upp úr þýðingu sinni á Emmu eftir Jane Austen, Kristín Guðrún Jónsdóttir les upp úr Svarta sauðnum eftir Augusto Monterroso, Ólöf Eldjárn les upp úr þýðingu sinni á Herbergi eftir Emmu Donoghue, Magnús Sigurðsson les upp þýðingar sínar á ljóðum Tors Ulven úr bókinni Steingerð vængjapör og María Rán Guðjónsdóttir les úr þýðingu sinni á Jesúsu eftir Elenu Poniatowska. Dagskráin hefst klukkan 20 í Súfistanum í Máli og menningu á Laugavegi 18. - fsb
Menning Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“