Nánast fullvíst er að Birgir Leifur Hafþórsson muni ekki komast áfram á þriðja stig úrtökumótaraðarinnar fyrir Evrópumótaröðina í golfi.
Hann lék á pari á lokakeppnisdeginum sem nú stendur yfir og er í 34.-36. sæti þegar þetta er skrifað. Um 20 efstu komast áfram og þó svo að flestir af þeim sem eru fyrir ofan hann eigi eftir að spila verður að telja ólíklegt að Birgir Leifur komist í þann hóp.
Birgir Liefur fékk þrjá skolla á fyrri níu holunum í dag og þrjá fugla á seinni níu. Hann lék á samtals einu höggi yfir pari á mótinu en þeir sem eru við 20. sætið nú eru á tveimur höggum undir pari.
Birgir Leifur líklega úr leik
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti


Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti

„Ég hefði getað sett þrjú“
Íslenski boltinn


Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn
Íslenski boltinn


