Eno lýsir upp skammdegið 29. nóvember 2012 11:41 Lux er í anda gömlu ambient platnanna. Brian Eno er einn af frumkvöðlunum í popptónlist síðustu áratuga. Hann var m.a. einn af þeim fyrstu til að búa til ambient-tónlist, sem á íslensku er yfirleitt kölluð sveimtónlist, en hefur líka verið kölluð hughrifatónlist. Fyrstu sveimtónlistarlög Enos voru á plötunum No Pussyfooting sem hann gerði með Robert Fripp og kom út 1973 og á þriðju sólóplötunni hans Another Green World (1975). Fyrsta sólóplatan hans sem eingöngu var með sveimtónlist var Discreet Music sem kom út í árslok 1975. Á henni voru fjögur verk, m.a. eitt rúmlega 30 mínútna verk á fyrri hliðinni. Eno bjó svo til röð platna sem höfðu yfirheitið Ambient. Þar á meðal voru Music for Airports (1978) og On Land (1982). Hinn 12. nóvember sl. kom út ný Eno-plata, hans fyrsta sólóplata síðan 2005. Hún heitir Lux og var unnin upp úr tónlist sem Eno gerði upphaflega fyrir myndlistarsýningu. Það er Warp-útgáfan í Sheffield sem gefur út. Tónlistin á Lux er mjög í anda gömlu sveimtónlistarplatnanna. Platan er 75 mínútur að lengd og á henni eru fjögur verk sem heita einfaldlega Lux 1-4, en það eru samt engin skil á milli þeirra. Lux er latína og þýðir ljós og það nafn hæfir tónlistinni mjög vel. Það er ótrúlega bjartur og fallegur hljómur á plötunni. Tónlistin er lágstemmd og sveimkennd og virkar á köflum tilviljanakennd. Þegar maður hlustar á hana fær umhverfið einhvern veginn annan blæ. Ég hlustaði fyrst á hana á gönguferð á myrkum nóvembermorgni og allt í einu fannst mér vera orðið bjart. Í ritdómi á Pitchforkmedia er tónlistinni á Lux m.a. lýst svona: "Hún breytir hvaða herbergi sem er í listræna innsetningu þar sem spennandi hlutir geta gerst, eða ekki??". Tónlist Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Brian Eno er einn af frumkvöðlunum í popptónlist síðustu áratuga. Hann var m.a. einn af þeim fyrstu til að búa til ambient-tónlist, sem á íslensku er yfirleitt kölluð sveimtónlist, en hefur líka verið kölluð hughrifatónlist. Fyrstu sveimtónlistarlög Enos voru á plötunum No Pussyfooting sem hann gerði með Robert Fripp og kom út 1973 og á þriðju sólóplötunni hans Another Green World (1975). Fyrsta sólóplatan hans sem eingöngu var með sveimtónlist var Discreet Music sem kom út í árslok 1975. Á henni voru fjögur verk, m.a. eitt rúmlega 30 mínútna verk á fyrri hliðinni. Eno bjó svo til röð platna sem höfðu yfirheitið Ambient. Þar á meðal voru Music for Airports (1978) og On Land (1982). Hinn 12. nóvember sl. kom út ný Eno-plata, hans fyrsta sólóplata síðan 2005. Hún heitir Lux og var unnin upp úr tónlist sem Eno gerði upphaflega fyrir myndlistarsýningu. Það er Warp-útgáfan í Sheffield sem gefur út. Tónlistin á Lux er mjög í anda gömlu sveimtónlistarplatnanna. Platan er 75 mínútur að lengd og á henni eru fjögur verk sem heita einfaldlega Lux 1-4, en það eru samt engin skil á milli þeirra. Lux er latína og þýðir ljós og það nafn hæfir tónlistinni mjög vel. Það er ótrúlega bjartur og fallegur hljómur á plötunni. Tónlistin er lágstemmd og sveimkennd og virkar á köflum tilviljanakennd. Þegar maður hlustar á hana fær umhverfið einhvern veginn annan blæ. Ég hlustaði fyrst á hana á gönguferð á myrkum nóvembermorgni og allt í einu fannst mér vera orðið bjart. Í ritdómi á Pitchforkmedia er tónlistinni á Lux m.a. lýst svona: "Hún breytir hvaða herbergi sem er í listræna innsetningu þar sem spennandi hlutir geta gerst, eða ekki??".
Tónlist Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira