Morðæði í bíóhúsum um helgina 29. nóvember 2012 11:32 Tvær morðsögur eru frumsýndar um helgina sem báðar byggja á metsölubókum. Tyler Perry reynir að fylla í spor Morgans Freeman og fer með hlutverk Alex Cross í samnefndri mynd sem kemur í kvikmyndahús um helgina. Freeman lék Cross í þeim tveimur myndum sem þegar hafa verið gerðar um hann, Along Came a Spider og Kiss the Girls, en allar eru myndirnar byggðar á metsölubókum James Patterson. Myndinni er leikstýrt af Rob Cohen sem á meðal annars myndina The Fast and the Furious á ferlinum, en það var fyrsta myndin í seríunni endalausu. Lost-stjarnan Matthew Fox, sem margir muna eftir úr fjölskylduþáttunum Party of Five, bregður sér hér í alveg nýtt hlutverk og leikur sturlaða raðmorðingjann Picasso. Sá sérhæfir sig í pyntingum og nýtur þess að kvelja fórnarlömb sín eins mikið og hann mögulega getur. Cross og félagi hans Tommy Kane, leikinn af Edward Burns, leggja allt í sölurnar til að hafa hendur í hári morðingjans og áður en langt um líður er baráttan orðin heldur betur persónuleg. Spennutryllirinn Nobels Testemente er einnig frumsýndur um helgina og er byggður á metsölubók Lizu Marklund. Myndin fjallar um blaðamanninn Anniku Bengtzon sem sérhæfir sig í umfjöllun um glæpamál fyrir sænskt dagblað. Þegar hún lendir í skotárás þar sem tvær manneskjur týna lífinu fær hún ekki að fjalla um það sjálf, verandi vitni í því. Fljótlega gerir hún sér þó grein fyrir að maðkur er í mysunni og leggur hún sjálfa sig í mikla hættu til að komast til botns í málinu. - trs Menning Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Tvær morðsögur eru frumsýndar um helgina sem báðar byggja á metsölubókum. Tyler Perry reynir að fylla í spor Morgans Freeman og fer með hlutverk Alex Cross í samnefndri mynd sem kemur í kvikmyndahús um helgina. Freeman lék Cross í þeim tveimur myndum sem þegar hafa verið gerðar um hann, Along Came a Spider og Kiss the Girls, en allar eru myndirnar byggðar á metsölubókum James Patterson. Myndinni er leikstýrt af Rob Cohen sem á meðal annars myndina The Fast and the Furious á ferlinum, en það var fyrsta myndin í seríunni endalausu. Lost-stjarnan Matthew Fox, sem margir muna eftir úr fjölskylduþáttunum Party of Five, bregður sér hér í alveg nýtt hlutverk og leikur sturlaða raðmorðingjann Picasso. Sá sérhæfir sig í pyntingum og nýtur þess að kvelja fórnarlömb sín eins mikið og hann mögulega getur. Cross og félagi hans Tommy Kane, leikinn af Edward Burns, leggja allt í sölurnar til að hafa hendur í hári morðingjans og áður en langt um líður er baráttan orðin heldur betur persónuleg. Spennutryllirinn Nobels Testemente er einnig frumsýndur um helgina og er byggður á metsölubók Lizu Marklund. Myndin fjallar um blaðamanninn Anniku Bengtzon sem sérhæfir sig í umfjöllun um glæpamál fyrir sænskt dagblað. Þegar hún lendir í skotárás þar sem tvær manneskjur týna lífinu fær hún ekki að fjalla um það sjálf, verandi vitni í því. Fljótlega gerir hún sér þó grein fyrir að maðkur er í mysunni og leggur hún sjálfa sig í mikla hættu til að komast til botns í málinu. - trs
Menning Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira