Tileinkað krumma 26. nóvember 2012 13:53 Brynhildur Pálsdóttir vöruhönnuður og Ólafur Páll Torfason, framkvæmdastjóri Víkur Prjónsdóttur,með nýjustu vörurnar, trefil og teppið Nátthrafninn á milli sín. MYND/ANTON Vík Prjónsdóttir hefur nú sent frá sér tíunda teppið úr íslenskri ull. Teppið hefur fengið nafnið Nátthrafninn. Vík Prjónsdóttir hefur sent frá sér tvær nýjar vörur, ullarteppi sem kallast Nátthrafninn og trefil. Nátthrafninn er tíunda teppið sem kemur frá Vík og er úr íslenskri ull eins og allar vörur hönnunarfyrirtækisins. Teppið er tileinkað hrafninum en áður hefur Vík Prjóns gefið út Verndarvænginn, ullarteppi, tileinkað haferninum. Brynhildur Pálsdóttir, einn af hönnuðum Víkur Prjónsdóttur, segir Nátthrafninn nokkurs konar framhald af Verndarvængnum. "Nátthrafninn er talsvert minni enda er vænghaf hrafnsins miklu minna en arnarins. Nátthrafninn er því léttari og meðfærilegri en hann er 85 sentímetrar á breidd og 190 sentímetrar á lengd," segir Brynhildur. Teppið er íslensk framleiðsla eins og allar vörur Víkur Prjónsdóttur, prjónað úr íslenskri ull, í dökkum litatónum. "Teppið er ekki alveg svart þó því hrafninn er ekki kolsvartur. Þegar sólin skín á fjaðrirnar koma í ljós margir fjólubláir og blágrænir litatónar," segir Brynhildur. "Hrafninn hefur lifað í návist mannsins eins lengi og menn muna. Tilvist hans hefur hefur spilað stórt hlutverk í goðsögnum sem og þjóðsögum og eru fáir fuglar sem hafa öðlast slíkan sess í sögu okkar og menningu. Hrafninn er talinn sérstaklega úrræðagóður, skynsamur, gáfaður og kátur, og hafa menn ávallt borið mikla virðingu fyrir honum og spádómsgáfum hans." Vík Prjónsdóttir sendir einnig frá sér trefil undir sömu merkjum, Nátthrafnatrefilinn, í sömu litatónum og teppið. Trefillinn fæst á öllum útsölustöðum Víkur Prjónsdóttur en teppið verður til sölu í Sparki og Kraumi til að byrja með. Þá voru að bætast við fleiri litir í treflalínuna, Verndarhendurnar. "Í vor kemur einnig út glæný treflalína frá okkur og svo eru margir fleiri spennandi hlutir í bígerð," segir hún og vill helst ekki útskýra það nánar, en forvitni blaðamanns er vakin. "Við skulum segja að það sé samstarf við mjög spennandi erlenda hönnuði. En framhaldið verður bara að koma í ljós." Vík Prjónsdóttir hefur verið víðförul undanfarin misseri og er nýlega komin heim af sýningu í Helsinki. Þá er Brynhildur á leið til Stokkhólms ásamt Guðfinnu Mjöll Magnúsdóttur vöruhönnuði á næstu dögum. "Vík Prjónsdóttir fékk boð á málstofu á vegum Editions in Craft en það er verkefni sem leggur áherslu á vinnu með staðbundið hráefni og framleiðslu. Þar ætlum við að kynna Vík Prjóns, staðbundna framleiðslu og íslensku ullina." Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Fleiri fréttir Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Vík Prjónsdóttir hefur nú sent frá sér tíunda teppið úr íslenskri ull. Teppið hefur fengið nafnið Nátthrafninn. Vík Prjónsdóttir hefur sent frá sér tvær nýjar vörur, ullarteppi sem kallast Nátthrafninn og trefil. Nátthrafninn er tíunda teppið sem kemur frá Vík og er úr íslenskri ull eins og allar vörur hönnunarfyrirtækisins. Teppið er tileinkað hrafninum en áður hefur Vík Prjóns gefið út Verndarvænginn, ullarteppi, tileinkað haferninum. Brynhildur Pálsdóttir, einn af hönnuðum Víkur Prjónsdóttur, segir Nátthrafninn nokkurs konar framhald af Verndarvængnum. "Nátthrafninn er talsvert minni enda er vænghaf hrafnsins miklu minna en arnarins. Nátthrafninn er því léttari og meðfærilegri en hann er 85 sentímetrar á breidd og 190 sentímetrar á lengd," segir Brynhildur. Teppið er íslensk framleiðsla eins og allar vörur Víkur Prjónsdóttur, prjónað úr íslenskri ull, í dökkum litatónum. "Teppið er ekki alveg svart þó því hrafninn er ekki kolsvartur. Þegar sólin skín á fjaðrirnar koma í ljós margir fjólubláir og blágrænir litatónar," segir Brynhildur. "Hrafninn hefur lifað í návist mannsins eins lengi og menn muna. Tilvist hans hefur hefur spilað stórt hlutverk í goðsögnum sem og þjóðsögum og eru fáir fuglar sem hafa öðlast slíkan sess í sögu okkar og menningu. Hrafninn er talinn sérstaklega úrræðagóður, skynsamur, gáfaður og kátur, og hafa menn ávallt borið mikla virðingu fyrir honum og spádómsgáfum hans." Vík Prjónsdóttir sendir einnig frá sér trefil undir sömu merkjum, Nátthrafnatrefilinn, í sömu litatónum og teppið. Trefillinn fæst á öllum útsölustöðum Víkur Prjónsdóttur en teppið verður til sölu í Sparki og Kraumi til að byrja með. Þá voru að bætast við fleiri litir í treflalínuna, Verndarhendurnar. "Í vor kemur einnig út glæný treflalína frá okkur og svo eru margir fleiri spennandi hlutir í bígerð," segir hún og vill helst ekki útskýra það nánar, en forvitni blaðamanns er vakin. "Við skulum segja að það sé samstarf við mjög spennandi erlenda hönnuði. En framhaldið verður bara að koma í ljós." Vík Prjónsdóttir hefur verið víðförul undanfarin misseri og er nýlega komin heim af sýningu í Helsinki. Þá er Brynhildur á leið til Stokkhólms ásamt Guðfinnu Mjöll Magnúsdóttur vöruhönnuði á næstu dögum. "Vík Prjónsdóttir fékk boð á málstofu á vegum Editions in Craft en það er verkefni sem leggur áherslu á vinnu með staðbundið hráefni og framleiðslu. Þar ætlum við að kynna Vík Prjóns, staðbundna framleiðslu og íslensku ullina."
Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Fleiri fréttir Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira