Minnstu mátti muna að söngkonan sýndi of mikið en toppurinn var ansi fleyginn.
Alicia tók lagið í þættinum og gerði það með sóma en hún er nú að kynna fimmtu plötu sína, Girl on Fire. Alicia segir að sonur hennar Egypt hafi gert hana að betri lagasmið en hún átti hann árið 2010. Þá giftist hún barnsföður sínum, Swizz Beatz það sama ár.
Hér fyrir ofan má sjá Aliciu syngja í þættinum en hún tók sálarskotna útgáfu af aðallagi teiknimyndanna Gummi Bears við mikinn fögnuð viðstaddra.
