Adam Örn Arnarson úr Breiðabliki og Daði Bergsson Þróttari hafa gengið til liðs við NEC Nijmegen. Tvímenningarnir skrifuðu undir tveggja og hálfs árs samning við hollenska félagið í dag.
Fótbolti.net greinir frá þessu en leikmennirnir fóru fyrr á árinu á reynslu til hollenska félaginu og stóðu sig vel.
Íslensku félögin samþykktu tilboð í kappana fyrr í mánuðinum og því átti aðeins eftir að ganga frá samningum við leikmennina sjálfa.
Adam og Daði, sem báðir eru fæddir árið 1995, hafa leikið saman með yngri landsliðum Íslands. Hjá Nijmegen hitta þeir fyrri Guðlaug Victor Pálsson sem hefur staðið sig vel með liðinu undanfarnar vikur.
Adam Örn og Daði í NEC Nijmegen
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mest lesið

Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið
Enski boltinn

Gera grín að Jürgen Klopp
Fótbolti

Víkingar skipta um gír
Íslenski boltinn







Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum
Körfubolti