Helgarmaturinn - Hvítsúkkulaðikókoskæti 30. nóvember 2012 12:30 Hödd Vilhjálmsdóttir Hödd Vilhjálmsdóttir fréttakona á Stöð 2 hefur í nægu að snúast heima með nýfæddri dóttur sinni og fjölskyldu um þessar mundir, en hún deilir hér fyrstu smákökuuppskriftinni fyrir jólin. Um er að ræða unaðslega blöndu af hvítu súkkulaði og kókos. Njótið!Hvítsúkkulaðikókoskæti1 bolli mjúkt ósaltað smjör½ bolli hvítur sykur½ bolli ljósbrúnn sykur2 egg1 tsk. vanilludropar2 bollar hveiti1 tsk. matarsódi½ tsk. lyftiduft½ tsk. salt2 bollar haframjöl2 bollar hvítir súkkulaðibitar (stórum bitum)1 bolli kókosflögur1 bolli valhnetur (gróft skornar) Hrærið saman smjör og sykur, á meðalhraða, í tvær mínútur. Setjið eggin út í, eitt í einu og hrærið á meðan. Bætið við vanilludropum. Setjið hveiti, matarsóda, lyftiduft og salt í skál og blandið saman. Hellið þurrblöndunni rólega út í smjörblönduna og blandið vel saman. Bætið í haframjöli, kókosflögum, valhnetum og súkkulaðibitum og blandið við. Setjið 1 msk. af deiginu á smjörpappírsþakta bökunarplötu, eins oft og deigið leyfir. Ýtið aðeins á hverja köku til að fletja smá út. Bakið við 180°C í 16-18 mínútur – eða þar til þær verða gylltar að lit. Takið út úr ofninum, leyfið aðeins að kólna og svo er bara að borða og brosa. Eftirréttir Jólamatur Uppskriftir Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið
Hödd Vilhjálmsdóttir fréttakona á Stöð 2 hefur í nægu að snúast heima með nýfæddri dóttur sinni og fjölskyldu um þessar mundir, en hún deilir hér fyrstu smákökuuppskriftinni fyrir jólin. Um er að ræða unaðslega blöndu af hvítu súkkulaði og kókos. Njótið!Hvítsúkkulaðikókoskæti1 bolli mjúkt ósaltað smjör½ bolli hvítur sykur½ bolli ljósbrúnn sykur2 egg1 tsk. vanilludropar2 bollar hveiti1 tsk. matarsódi½ tsk. lyftiduft½ tsk. salt2 bollar haframjöl2 bollar hvítir súkkulaðibitar (stórum bitum)1 bolli kókosflögur1 bolli valhnetur (gróft skornar) Hrærið saman smjör og sykur, á meðalhraða, í tvær mínútur. Setjið eggin út í, eitt í einu og hrærið á meðan. Bætið við vanilludropum. Setjið hveiti, matarsóda, lyftiduft og salt í skál og blandið saman. Hellið þurrblöndunni rólega út í smjörblönduna og blandið vel saman. Bætið í haframjöli, kókosflögum, valhnetum og súkkulaðibitum og blandið við. Setjið 1 msk. af deiginu á smjörpappírsþakta bökunarplötu, eins oft og deigið leyfir. Ýtið aðeins á hverja köku til að fletja smá út. Bakið við 180°C í 16-18 mínútur – eða þar til þær verða gylltar að lit. Takið út úr ofninum, leyfið aðeins að kólna og svo er bara að borða og brosa.
Eftirréttir Jólamatur Uppskriftir Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið