Rory McIlroy PGA kylfingur ársins í fyrsta sinn á ferlinum 5. desember 2012 09:15 Caroline Wozniacki og Rory McIlroy. Nordic Photos / Getty Images Rory McIlroy var í gær útnefndur kylfingur ársins á bandarísku PGA mótaröðinni í golfi. Þetta er í fyrsta sinn sem Norður-Írinn fær þessa viðurkenningu. Hann þakkaði unnustu sinni, tenniskonunni Caroline Wozniacki, m.a. fyrir þann árangur sem hann hefur náð á keppnistímabilinu. Wozniacki, sem er frá Danmörku, er í fremstu röð á heimsvísu í sinni íþrótt. „Ég hef séð hve hart hún leggur að sér við æfingar og hún hefur gríðarlegan metnað. Ég hef lært ýmislegt af henni," sagði hinn 23 ára gamli McIlroy en hann er í efsta sætu heimslistans í golfi. „Hún hefur haft góð áhrif á feril minn, ég hef alltaf haft það á tilfinningunni að ég hafi æft vel, og lagt hart að mér. Á undanförnum 18 mánuðum, og sérstaklega eftir sigurinn á opna bandaríska meistaramótinu, hefur mér tekist að taka eitt skref upp á við á ferlinum. Ég hef lært að verða betri atvinnumaður – en ég held ég hafi ekki breyst sem manneskja. Það eina sem ég hugsa um er að ná árangri og vinna eins mörg golfmót og hægt er," sagði McIlroy en hann á langt í land með að jafna árangur Tiger Woods á þessu sviði. Woods hefur tíu sinnum verið valinn kylfingur ársins á PGA mótaröðinni. Þeir sem oftast hafa verið valdir sem kylfingar ársins á PGA mótaröðinni eru: 10: Tiger Woods 6: Tom Watson 5: Jack Nicklaus 4: Ben Hogan 2: Julius Boros, Billy Casper, Arnold Palmer, Nick Price Golf Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Rory McIlroy var í gær útnefndur kylfingur ársins á bandarísku PGA mótaröðinni í golfi. Þetta er í fyrsta sinn sem Norður-Írinn fær þessa viðurkenningu. Hann þakkaði unnustu sinni, tenniskonunni Caroline Wozniacki, m.a. fyrir þann árangur sem hann hefur náð á keppnistímabilinu. Wozniacki, sem er frá Danmörku, er í fremstu röð á heimsvísu í sinni íþrótt. „Ég hef séð hve hart hún leggur að sér við æfingar og hún hefur gríðarlegan metnað. Ég hef lært ýmislegt af henni," sagði hinn 23 ára gamli McIlroy en hann er í efsta sætu heimslistans í golfi. „Hún hefur haft góð áhrif á feril minn, ég hef alltaf haft það á tilfinningunni að ég hafi æft vel, og lagt hart að mér. Á undanförnum 18 mánuðum, og sérstaklega eftir sigurinn á opna bandaríska meistaramótinu, hefur mér tekist að taka eitt skref upp á við á ferlinum. Ég hef lært að verða betri atvinnumaður – en ég held ég hafi ekki breyst sem manneskja. Það eina sem ég hugsa um er að ná árangri og vinna eins mörg golfmót og hægt er," sagði McIlroy en hann á langt í land með að jafna árangur Tiger Woods á þessu sviði. Woods hefur tíu sinnum verið valinn kylfingur ársins á PGA mótaröðinni. Þeir sem oftast hafa verið valdir sem kylfingar ársins á PGA mótaröðinni eru: 10: Tiger Woods 6: Tom Watson 5: Jack Nicklaus 4: Ben Hogan 2: Julius Boros, Billy Casper, Arnold Palmer, Nick Price
Golf Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira