Golf

Kaymer vann Nedbanks golfmótið í Suður-Afríku

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Martin Kaymer spilaði í heild frábært golf.
Martin Kaymer spilaði í heild frábært golf. Mynd/Nordic Photos/Getty
Þjóðverjinn Martin Kaymer sigraði Nedbanks Challenge mótið í Sun City í Suður-Afríku í dag. Vendipunkturinn var á 14. holu þegar Kaymer fékk fugl þrátt fyrir að slá upphafshöggið langt út fyrir braut þar sem Kaymer var í raun heppinn að finna boltann.

Mikil spenna var í mótinu þrátt fyrir að Louis Oosthuizen næði sér ekki á strik í loka ráshópnum. Charl Schwartzel setti mikla pressu á Kaymer en þeir voru jafnir þegar níu holur voru óleiknar.

Kaymer lagði gruninn að sigrinum á 14. holu þegar hann sló boltanum langt út í skóg í upphafhögginu. Litlu munaði að hann fyndi ekki boltann sem þó kom í leitirnar að lokum. Þaðan sló Kaymer inn á brautina og lagði grunninn að glæsilegum fugli með góðu inn á höggi.

Kaymer lék loka hringinn á 69 höggum eða þremur höggum undir pari líkt og Schwartzel og lauk keppni á alls 8 undir pari. Schwatzel lék einnig á þremur höggum undir pari og lauk leik á 6 höggum undir.

Bill Haas hafnaði í þriðja sæti á 3 undir pari og Oosthuizen á 2 undir í fjórða sæti. Lee Westwood hafnaði í fimmta sæti á einum undir pari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×