Það má með sanni segja að rapparinn Kanye West hafi stolið senunni á tónleikum til styrktar fórnarlömbum fellibylsins Sandy. Hann skemmti áhorfendum eins og honum einum er lagið í reffilegu leðurpilsi.
Þetta pils er ekki hvaða pils sem er heldur kemur það úr smiðju tískurisans Givenchy. Við það var Kanye í leggings og hefur þetta dress vakið upp mikla umræðu á netinu og verið efniviður í þónokkrar skrýtlur um tónlistarmanninn.
Bara í gallabuxum þarna."Nýtt í Kardashian-línunni?" "Kanye hlýtur að hafa skipst á ferðatösku við Kim Kardashian," eru dæmi um brandara sem hafa gengið á Twitter um pilsið fræga en Kanye er sem þekkt er kærasti Kim Kardashian.